Tag: íslenska

  • Ég er ekki að segja að ég sé latur að þrífa bílinn, en…

  • Bíddu, hvað ætlarðu að gera við ömmu?

  • Sokkar

    Ég: *Kaupi tíu pör af sokkum*

    Líka ég, viku síðar: *Leita í klukkutíma, finn ekki eitt samstætt par*

  • Klukk

    Pabbi: *á snyrtingunni*

    Albert, í gegnum læstar dyr: „Pabbi segja klukk!“

    P: „Öööö … klukk?“

    A: „Nei! Segja klukk klukk!!“

    P: „Klukk klukk!!?“

    A: „Meira klukk klukk, é get ekki opna!“

    P: *aflæsir*

    Lás: „Klukk!“

  • Klukkan

    Albert, tæpra þriggja ára: „Ka klukkan?“

    Pabbi: „Kortér yfir sjö“

    A: „Ókei!“

  • Hugboð

    Fæ hugboð. Lít á Albert.

    Eftir smástund lítur hann upp. Sér að ég er að fylgjast með honum: „É ekki kúka!“

  • Albert (þriggja í sumar) verður æ frústreraðri með hverju laginu sem byrjar að LAGIÐ kemur ekki: „Núna Hati sirra?“

  • Bið

    Þegar þú þarft að bíða í 25 mínútur fyrir utan vinnuna því aðgangskortið er í veskinu, sem þú gleymdir heima, og það eru 29,4 km heim til þín


    Sú fyrsta sem mætir á svæðið er ekki heldur með aðgangskort

  • Rikki

    Rölti með Albert (verður þriggja í sumar) til að henda plasti og pappír í grenndargám

    Albert: „Rikki!“

    (Rikki er í Hvolpasveitinni sko)

  • Ekki eitur

    Albert: „Pabbi, djús!“

    Pabbi: „Fyrst koma og smakka aðeins! Bara eina skeið!“

    A: …

    P: „Ég er ekki að eitra fyrir þér, þetta er jógúrt!“

    Albert:

  • ehf.

    Langar að stofna einkahlutafélagið ehf.

    ehf. ehf.

  • Rafmagn

    Ég var að óska eftir því að kaupa rafmagnið mitt frá Orkubúi Vestfjarða!!

    Lifi samkeppnin! Lifi Vestfirðir!!

    Umsókn um raforkukaup frá Orkubúi Vestfjarða