Tag: íslenska
-
Móment
Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni … meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur
-
Frábær dagur
Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu Kíktum svo á afa á leiðinni heim
-
Langt síðan
Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“ Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“ P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“ A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*
-
Hringt
Pabbi: „Af hverju hringdir þú í mig í dag og skelltir strax á? Tvisvar?“ Sandra: „Æ, við vorum að leika okkur og sögðum Siri, call Thorunn uplysingastjori. Og Siri sagði Calling Faðir Minn og hringdi svo í þig“ Þær voru bara að bulla í sófanum, en síminn heyrði þetta úr 5 metra fjarlægð og hringdi…
-
Sleepover
Mamma: „Pabbi verður ekki heima í nótt. Hann er að fara á árshátíð og gistir annars staðar“ Barn: „Er pabbi að fara í sleepover?“
-
Velkomin
í Esjumela
-
Þjóðdandar
Þjóðdandar eru bestu dandarnir
-
Af hverju gerum við ekki eins og Skandinavarnir og köllum slökkviliðið Brunavesenið?
-
Skór
-
Þú mátt alveg segja nei
Albert: „Pabbi, stundum segi ég: þú mátt alveg segja nei, en viltu koma í Roblox og þú gerir svona *stynur ógurlega* og segir samt já“ Pabbi: „Sko, stundum langar mig ekki mikið til að spila Roblox, en mig langar til að vera með þér“
-
Afleggjarar
Þegar Albert fær að nefna afleggjarana
-
Fjarstýringin
Datt í gólfið í sjöhundruðtuttugastaogfyrsta skipti… En með ofurmannlegu dundi og þrjósku tókst gamla að klastra henni saman aftur