Tag: íslenska

  • Verðlaun

    Albert var í átaki þar sem hann æfði sig að hátta sjálfur, bursta og pissa.

    Fyrir hvert skipti sem gekk vel fékk hann límmiða og þegar hann var kominn með 10 límmiða mátti hann velja verðlaun.

    Verðlaunin:

  • Vatn

    Morgun

    Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum*

    Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“

    A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“

  • Oj

    Í sjónvarpinu kemur auglýsing

    Albert: „RÆKJUsmurostur? Oj!“

    Pabbi: „Nákvæmlega!“

  • Hmmm

  • Móment

    Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni

    … meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur

  • Frábær dagur

    Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu

    Kíktum svo á afa á leiðinni heim

  • Langt síðan

    Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“

    Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“

    P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“

    A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*

  • Hringt

    Pabbi: „Af hverju hringdir þú í mig í dag og skelltir strax á? Tvisvar?“

    Sandra: „Æ, við vorum að leika okkur og sögðum Siri, call Thorunn uplysingastjori. Og Siri sagði Calling Faðir Minn og hringdi svo í þig“


    Þær voru bara að bulla í sófanum, en síminn heyrði þetta úr 5 metra fjarlægð og hringdi

    PS: S/o á Randalín og Munda

  • Sleepover

    Mamma: „Pabbi verður ekki heima í nótt. Hann er að fara á árshátíð og gistir annars staðar“

    Barn: „Er pabbi að fara í sleepover?“

  • Velkomin

    í Esjumela

  • Þjóðdandar

    Þjóðdandar eru bestu dandarnir

  • Af hverju gerum við ekki eins og Skandinavarnir og köllum slökkviliðið Brunavesenið?