Tag: íslenska

  • Telma, sjö ára, eitthvað pirruð á leik í snjalltæki: „Nei!! Efforðið! Mörgum sinnum!“

  • Nei nú hringi ég í Jens!

    ÉG HEF UNNIÐ VIÐ AÐ SKRIFA Á ENSKU Í 10 ÁR ÞARNA KJÁNA ALGRÍMIÐ ÞITT

  • ístru-hvað?!?

  • Föndur

    Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…

  • Göltur

    Stofna tvíterinn göltur, sem gerir ekkert annað en að velja á hverjum degi tvít dagsins og læka það.

    Og brátt munu allir* spyrja: „Hvaða tvít hlýtur galtarlæk dagsins?“


    *enginn

  • Sjáðu

    Sandra: „Pabbi sjáðu! Það er búið að breyta Hvolpasveit! Sjáðu bara!“ *slekkur á þættinum og byrjar aftur frá byrjun til að sýna pabba introið* „Sjáðu, sumt er alveg nýtt!“

    Pabbi, nývaknaður: „Stórbrotið!“

    S: „Pabbi, þetta var kaldhæðni!“

  • boy_that_escalated_quickly.gif

  • Sýslumaður

    Af hverju að vera sýslumaður þegar þú gætir verið skerfari?

  • Klukkan

    Albert: „Pabbi segja ka klukkan!“

    Pabbi: „Hvað er klukkan?“

    A: „Klukkan er kú!“

    P: *lítur upp*

  • Nokia 3110

    Tek við tilboðum í dm


    Uppfært:

    ÉG FANN HLEÐSLUTÆKIÐ!

    … og hann virkar að sjálfsögðu


    Hér má sjá myndband af símanum í aksjón
  • Frest

    Jájá, kynlíf er ágætt, en hafiði prófað að fresta einhverju nauðsynlegu von úr viti og loksins komið því í verk um það leyti sem líf ykkar er við það að hrynja?


    Þessa unaðtilfinningu þekkja aðeins færustu procrastinatorar

  • Þarf að hringja í h

    Það er gott að vita að ef til þess kemur er síminn minn a.m.k. tilbúinn

    Á símaskjá stendur „Ég þarf að hringja í h“ og giskarinn stingur m.a. upp á „Hvolpasveitina“