Allt er nú til!
Jarðarber á Íslandi!
En nú kemur stóra áskorunin: Að skipta berinu í fimm jafn stóra bita svo allir fái smakk

Ööö, á meðan við reyndum að búa til reikniformúlu leystist vandamálið af sjálfu sér 🙁

Allt er nú til!
Jarðarber á Íslandi!
En nú kemur stóra áskorunin: Að skipta berinu í fimm jafn stóra bita svo allir fái smakk
Ööö, á meðan við reyndum að búa til reikniformúlu leystist vandamálið af sjálfu sér 🙁
Úff, ég táraðist yfir Svarta kjúklingnum
Hér má sjá Svarta kjúklinginn úr endursýndum Radíus:
https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/ofurhetjan-svarti-kjuklingurinn-til-bjargar
Klaufabárðarnir voru reyndar epískir líka
Albert í mannfagnaði, með Batman andlitsmálningu.
Hittir vinkonu úr leikskólanum, sem fagnar ógurlega: „Albert!“
Albert fagnar minna, færir sig feiminn bak við pabba og heldur um lærið.
Vinkona fer.
Albert stígur fram og hvæsir á eftir henni: „ÉG ER BATMANN!“
Pabbi og mamma tala saman.
Pabbi: *segir mömmu frá einhverju rosalegu*
Mamma: „Ó sjitt“
Sandra, sem hefur setið í hinum enda íbúðarinnar í tvo klukkutíma í sínum eigin heimi með sín stóru eyru, gargar: „Af hverju sagðirðu ó sjitt?!“
Ef ég set Eniga Meniga á fóninn þegar ég ek að heiman heyri ég þetta þegar ég kem í Leirvogstungu:
Hver við skítinn,
Olga Guðrún – Drullum-sull af Eniga Meniga
hver vill reykinn?
Hver vill sjóinn illa út leikinn?
Líttu inn í Leirvoginn,
ljótur er þar haugurinn.
Það þarf ekki mikið til að gleðja gamlan mann.
Hún átti kannski ekki eftir mörg góð ár þessi
Albert: „Pabbi, kvarímatinn?“
Pabbi: „Kjúklingur“
A: 🙁
A: „Pabbi, segðu skross“
P: „Ok!“
A: „Pabbi, kvarímatinn?“
P: „Skross!“
A: 😀
Enginn:
Alls enginn:
Ekki nokkur lifandi maður:
Tæknihöfundur: „Sjáðu hvað ég var að eignast svakalega fína og frábæra og æðislega bók!“
Pabbi: „Sandra, geturðu farið með ruslið út í tunnu fyrir mig?“
Sandra: „Telma! Ég fæ að fara út með ruslið!!“
Telma: *öskurgrenjar* „Ég vil líka fara út með ruslið!“
Ég, kl. 19.30: *skoða veðurspá fyrir vikuna til að ákveða hvenær sé best að taka frí*
Ég, kl. 19.36: *Opna vinnutölvuna og byrja að skrifa tölvupóst*: „Ég verð í fríi á morgun og þriðjudag til að bera á pallinn áður en byrjar að rigna á þriðjudagskvöldið…“
Ég, kl. 19.37.59: *lyfti vísifingri hægri handar til að hann geti þrýst niður músarhnappi svo pósturinn sendist*
Úti, kl. 19.38: *byrjar að rigna*