Stend úti við og grilla pönnukökur.


Stend úti við og grilla pönnukökur.
Þetta gleður mig ósegjanlega
Búinn að stela bíl og reynir að brjótast út úr prísundinni
Þegar við keyptum Jörfagrundina 2014 var Ance í útlöndum og ég með umboð.
Þegar ég fór í bankann til að skrifa undir lánsumsóknina, þurfti ég að skrifa í hvern einasta fokkings reit á hverju einasta fokkings eintaki:
Sigurður Þór Jóhannesson
e.u. Sigurður Þór Jóhannesson
Tók mér smá pásu þegar ég var við það að fá krampa, og rak augun í innsláttarvillu á samningnum.
Þurfti að koma aftur nokkrum dögum síðar og endurtaka leikinn.
Þegar við keyptum Esjugrundina 2018 var þetta allt rafrænt. Gat gert þetta á nærbuxunum, sitjandi í sófanum heima
Það er ekki eins gaman og ég hélt að eyða sumrinu á pallinum
Jájá, sendum stelpurnar á reiðnámskeið! Hvað er það versta sem getur gerst?
Heyrt í vegasjoppu: „Ég ætla að fá fjórar pylsur, allar með steiktum lauk“
Albert, þriggja ára borgarbarn er í sveitinni
Pabbi: „Ekki meiða lömbin! Bara strjúka þeim og klappa!“
Albert: *klappar saman lófunum*
Þegar barnið eipsjittar af því osturinn rifnaði en þú nærð að redda málunum með því að „púsla“
Auðvitað át hann samt ekki nema tvo bita…
Albert fær ís í sveitinni og borðar með bestu lyst.
Hleypur svo út til að láta vita: „Hundur! Ég var að borða ísinn!“
Keyrði fram hjá stráknum með hjólbörurnar uppi á Steingrímsfjarðarheiði og finnst ég næstum vera frægur