Leitin að Nemó á að byrja í sjónvarpinu, en í staðinn birtast rendur og heyrist sónn
20 sekúndur líða…
Sandra: „Pabbi, er einhver að segja efforðið rosalega lengi?“
Leitin að Nemó á að byrja í sjónvarpinu, en í staðinn birtast rendur og heyrist sónn
20 sekúndur líða…
Sandra: „Pabbi, er einhver að segja efforðið rosalega lengi?“
Ég er svo gamall og glataður að ég þurfti að fletta upp símanúmerinu hjá Hreyfli til að komast heim af djamminu
Albert gerir tilraun til að ganga fram af föður sínum með almennum æðisleg- og krúttheitum
Pabbi fær fiðring í magann, lyftir pjakknum upp, borar nebbaling í hálsakot og puðrar svo smá: „Ertu algjör rúsínubolla?!“
Rúsínubolla: „Nei, é ekki núsína, é bara bolla!“
Sandra kom heim úr skólanum með KSÍ lyklakippu, fána og plaköt með landsliðum kk & kvk. Sýnir stolt og glöð.
Pabbi: „Geggjað! Og nafna þín í marki, Sandra Sigurðardóttir!“
Telma, ekki impóneruð: „Mér finnst miklu skemmtilegra þegar ég er á myndinni.“
Snillingasti snillingur í heimi!

Albert hoppar eins og brjálæðingur í sófanum.
Pabbi: „Hættu þessu!“
Albert hættir þessu ekki
Pabbi færir sig fyrir hopparann og segir mjög ákveðið „Nei!“
Albert, þriggja ára, tekur um andlit föður síns og horfir djúpt í augu hans: „Beibí idda má idda má idda má!“
Sund í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælis



Sikkens er svo flott nafn á málningu að mig klæjar í lófana að fara að mála eitthvað al-matt og flott
Ég er ekki alveg sikker, en fæ eitthvað sona höns að börnin hafi kíkt á júpút í spjaldtölvunni

Sjö ára dóttir og vinkona hvíslast á um skólasystur sína: „Hún er stundum soldið pirrandi, ég held hún sé með HD veiki“
Sandra: „Ég vil ekki koma í Barbí“
Telma, mjöööög alvarleg: „Þú ert að svíkja loforð. Það deyr einhver þegar þú svíkur loforð. Langafi eða einhver deyr.“
Pabbi: „Neinei, það deyr enginn!“
T: „Jú, það deyr einhver. Einhver sem er löngu dáinn!“
1. barn: Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei!
3. barn: Gútsígútsígú, ekki hægt að segja nei við þessa dúllu og rúsínurassgat!?!
Líka 3. barn: Óttaleg frekja er þetta í barninu!? Hvernig stendur á þessu?!?