Tag: íslenska

  • Mamma: „Segðu bless við pabba, hann er að fara í nokkra daga“

    Albert: „Ert þú fara þuvél?“

    Pabbi: „Já“

    A: *Setur upp skeifu, hvíslar að mömmu*: „Pabbi segir já“

    A: *horfir mjög ákveðinn á pabba*: „Ég segi nei!“

  • Kenndu Albert að teikna

    Mamma: „Kenndu Albert að teikna!“

    Pabbi: „Ok! Og svo kenni ég honum kínversku!“

    Ég semsagt náði hingað áður en pjakkurinn eipsjittaði yfir því að þetta væri sko ekki eins og tærnar hans

  • Í öll þessi skipti sem ég hef séð facebook auglýsingar með svona bolum með fáránlega löngum, fáránlega spesifískum texta hef ég velt fyrir mér, hver í andskotanum myndi kaupa svona!?!?

    Nú veit ég það. Ég sá hann á dekkjaverkstæði í morgun

  • Albert: *segir eitthvað*

    Pabbi, utan við sig, var ekki að hlusta: „Mhm“

    A: „Pabbi, ekki segja mhm, segja já!“

  • Android: “Time zone definitions updated. Restart device to install.”

    Ég: Hnuss! Einmitt það! Ég á ekki eftir að sjá neinn mun!

    Líka ég: *athuga hvort einhver er að horfa*

    Líka líka ég: *restarta símanum*

  • minning

    Á bernskuheimilinu var ekki mjög mikið um tónlist. Jújú, Emil í Kattholti, Mini-Pops og eitthvað fleira, en svo var þetta Richard Clayderman, Boney M, Goombay Dance Band og fleira af því sauðahúsi. Nema..

    …í kringum 1981 (ég var 9-10 ára), gerðist mamma áskrifandi að seríunni History of Rock. Við áttum ekki plötuspilara, svo nokkrum sinnum á ári fengum við kassettu með rokktónlist í pósti.

    Ég uppgötvaði þetta ekki alveg strax, en eftir 1-2 ár var ég farinn að bísa spólunum um leið og þær komu í hús. Ég drakk þetta í mig eins og svampur. Líklega hefur mamma greyið aldrei séð sumar spólurnar

    Fyrsta spólan var bara Elvis

    Ég kunni ekki að meta allt, en prófaði að hlusta á allt. Meðal þess sem ég setti oft í kassettutækið var Little Richard, Fats Domino, Chuck Berry, The Shadows …. ROLLING STONES, maður lifandi…

    Ég man vel fiðringinn sem fylgdi því að heyra Steve Miller Band í fyrsta sinn – Gangster of Love, Space Cowboy – og *gæsahúð!* – The Joker

    Svo, einhverntímann árið 1983 — ég varð 12 ára um haustið — kom Kassettan Sem Breytti Öllu

    Santana var alltílæ. Janis var flott. Steppenwolf …. nú erum við að dansa! en…

    [kúnstpása]

    Strax á fyrstu tónunum fékk ég gæsahúð. Þessi sýrukennda tónlist náði einhvernveginn að smjúga alveg inn í merg og bein. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar fengið aðra eins gæsahúð

    Sjæní sjæní, sjæní búts of leðer

    Ég var með gæsahúð í marga mánuði!

    Heroin, be the death of me 
    Heroin, it's my wife and it's my life
    Because a mainline into my vein
    Leads to a center in my head
    And then I'm better off than dead
    Because when the smack begins to flow
    I really don't care anymore

    Þarna var ég semsagt 11 ára, feitur, vitlaus, ljótur og leiðinlegur erkilúði — saklausari en allt sem saklaust er — með króníska gæsahúð að hlusta á lög um sadó masó og heróín

    Eníveis, þetta rifjaðist upp þegar ég var að hlusta á hina fínu þætti Skúla Arasonar um Velvet Underground

    PS: Ó já! Skulum ekki gleyma því að ég sá þau svo á Roskilde festival þegar þau komu saman aftur ’93. Lou Reed, John Cale, Sterling Morrison og Moe Tucker

    PPS: Kemur í ljós að allt heila settið á Roskilde er á youtube (í guðanna bænum ekki horfa samt nema vera búin að taka sjóveikipillur):

    PPPS: Eitthvert árið sem ég var í háskólanum klömbruðum við saman hljómsveit fyrir árshátíðina. Þrátt fyrir að vera gersamlega sneyddur hæfileikum á þessu sviði tókst mér einhvenveginn að grenja það út að fá að syngja lag með þeim

    Þessu þurft semsagt vesalings fólkið að sitja undir:

    Ég söng að sjálfsögðu línurnar hennar Moe Tucker, í aumkunarverðri tilraun til að ná falsettu

    Þú kannast kannski við lagið úr kvikmyndinni Juno


    Skrifað upp úr þessum twitter þræði
  • Ekki að ég ætli að mæla bókabrennum bót, en verði ein svoleiðis haldin í næsta nágrenni og á hentugum tíma er ekki útilokað að ég muni mæta með eldspýtur í vasanum og þessa hörmung

  • Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn.

    *sjö mínútur*

    Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“

    Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“

    T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“

  • Fyrir >2.000 árum: Eratosþenes, með prik, rökhugsun og heila: „Hananú! Jörðin er hnöttótt!“

    Í gær: Kjánaprik, með jútjúb og sannfæringu um að það sé gáfaðra en allir hinir: „Jörðin er flöt! Af ástæðum sem meika ekkert sens er verið að ljúga að okkur!“

    https://twitter.com/wonderofscience/status/1171426852340207617
  • Þeim ykkar sem eru í fráhvörfum bendi ég á að bæði titillagið úr Hvolpasveit og sjálft Hvolpasporið eru á Spotify (því miður aðeins á frummálinu)

  • Horfi á Brave með stelpunum og við skemmtum okkur bráðvel þegar það slær mig! Þessi mynd er bara áróður! Á præmtæm á Rúv! Og börnin horfa varnarlaus á!

    Það er verið að normalísera rauðhærða!