Tag: íslenska

  • Páll Vilhjálmsson

    Veit einhver hvað Páll Vilhjálmsson á mörg börn..?

    … af því …

    wait for it…

    wait for it…

    hann er skilgetinn faðir pabbabrandaranna *barúmmtiss*

  • Í afmæli. Pabbi ræðir við systurdóttur sína og hvetur hana til dáða: „Allt auka effort sem þú leggur í þetta mun skila sér margfalt þegar…“

    Dóttir, sem var djúpt sokkin í leik annars staðar í íbúðinni en er greinilega með stór eyru: „Pabbi sagði efforð!“

  • Pabbi: „Jæja, viltu vera lögga *sýnir*, hundur *sýnir* eða mús *sýnir*?“

    Albert: ? ? „Nei! Ég Albert!“

    Þannig atvikaðist það að Albert fór sem Albert á búningadag í leikskólanum

  • Sonur minn, þriggja ára: „Ég svangur. Má ég fá epli?“

    Ég, froðufellandi: „Hvað hefur þú gert fyrir mig? Lagðir þú eitthvað til þegar við keyptum húsið, vanþakkláta svín?“

  • Telma: „Af hverju heitir hann Kókos Baníel?“

    Pabbi: „Kókos? Hver heitir Kókos?“

    T: „Æ, þarna hundurinn!“

    P: ? „Ertu að meina Cocker Spaniel?“

  • Þegar þú labbar í klukkutíma í rigningu í borg sem þú þekkir ekki vel til að spara kannski þrjú þúsund krónur og ákveður að taka strætó til baka með hjálp Google maps en svo fer strætóinn barasta ekkert leiðina sem hann á að fara


    Það er semsagt ekki 60 metra labb á hótelið frá strætóstoppistöðinni heldur 1.600 metrar

  • Má bara ekkert lengur?

  • Þegar þú klippir táneglurnar á hótelherbergi og ert svo meðvirkur að þú eyðir 18 mínútum á hnjánum gólfinu að leita að þessari einu afklippu sem skaust í burtu til að setja hana í ruslið

  • Æskuvinir

    uppi á virki

  • Á bar á Islandijos götu í Vilnius og hvern finn ég annan en gamlan dóna og durt

  • Fyndið að fatta á leiðinni út af veitingahúsi í Vilnius að þú hafir verið þar áður — tuttugu árum áður

  • Óvæntur bónus við djamm og útstáelsi fram á rauða nótt: Skrefateljarinn byrjar daginn í tvö þúsund skrefum