Tag: íslenska

  • Salou

    Ég fór til Salou í Katalóníu í viku að fylgja Söndru á fótboltamót. Mitt hlutverk var að vera innan seilingar og koma hlaupandi ef hún hringdi og bæði um knús.

    Geggjað, hugsið þið eflaust! En vandamálið er að ég er ekki búinn til fyrir mikla sól eða hita og kann ekkert að vera á svona stöðum; veit ekkert hvað á að gera. Svo ég labbaði. Og labbaði. Svo labbaði ég aðeins meira. Svo fékk ég leið á að labba og leigði hjól. Og ég hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að hjóla smá meira var ég orðinn ansi lúinn og leigði rafhjól og hélt áfram að hjóla.

    Og gleymdi að bera reglulega á mig sólarvörn. Ég hélt út í 5 daga. Sólbrann ekki að ráði fyrr en á fimmta degi – á hjólinu.

    Þegar ég var ekki að labba sat ég og hvíldi lúin bein á bekkjum í skugga, svitnaði og starði á fólk labba hjá, þambaði vatn í lítravís og stóð svo upp með erfiðismunum og fyrstu 20-30 skrefin kjagaði ég eins og ég væri að læra að ganga á ný eftir mjaðmaskiptaaðgerð.

    Einn daginn vaknaði ég klukkan hálf sex til að taka lest til Barcelona, labba 25 kílómetra í 29°C, verkja í fæturna, drekka þrjá lítra af vatni og skoða flott hús eftir Gaudí.

    Ó já, eins og ég átti von á gekk Söndru bara vel og þurfti lítið á mér að halda. Það gekk ýmislegt á, eins og gefur að skilja með stóran hóp af 12-14 ára stelpum, en hún plumaði sig bara vel, bæði innan vallar sem utan. Afturelding var með 2 lið á mótinu og liðinu sem Sandra var í gekk ekki sem best en aðalliðinu gekk öllu betur. Það var auðvitað erfitt að díla við tapleiki – sérstaklega tvo leiki þar sem liðið var mjög óheppið að vinna ekki – en ferðin frábær engu að síður.

  • Ef maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeins


    Helmingurinn af hjólreiðunum er reyndar til kominn vegna þess að ég gleymdi leigða hjálminum og þurfti fara aftur að sækja hann.

    Var reyndar aðeins að spá í að borga frekar sektina, €50…

  • Pása

    Gotlensk húfa á ferðalagi hvílir lúin bein
  • Minning: siggimus prúttar

    Kvöld eitt í Riga, seint um haustið 2000, var ég á leið heim eftir miðnætti, nennti ekki að taka sporvagninn svo ég ákvað að flotta mig á „leigubíl“.

    Veifaði harkara á Lödu sem hékk saman á lyginni einni og spurði á minni takmörkuðu lettnesku hvað farið til ?genskalna kostaði (Agenskalna, cik maksa).

    Hann sagði pieci, (fimm), en ég tók það ekki í mál, ætlaði sko alls ekki að láta svindla á mér, setti mig í stellingar, hristi höfuðið yfirlætislega og bauð ákveðinn tris (þrjá).Hann hristi höfuðið, muldraði eitthvað, veifaði mér að setjast inn og ók af stað.

    Á leiðinni þráttuðum við áfram um fargjaldið milli þess sem bíllinn drap reglulega á sér.

    Bílstjórinn, sem var vel í holdum, með snjáða derhúfu og sítt og mikið skegg yfir alla bumbuna gafst loks upp á þrefinu, stakk kafloðinni krumlunni í skyrtuvasann og dró upp klink.

    Eftir smástund sýndi hann mér lófann. Þar voru tveir peningar, 1 latti og 50 santím (samsvarar á að giska 647 ISK framreiknað).

    Ég veit ekki hvernig, en skrjóðurinn komst á leiðarenda, hvar ég borgaði vini mínum að sjálfsögðu þrjá latta

    Tl;dr: Skeggjaður gaur á ónýtum bíl bauðst til að aka mér fyrir smotterí en ég „prúttaði“ og bauð 2x meira

  • Ok

  • Duolingo

    Vesalings fólkið sem þarf að keppa við þrjóskan miðaldra mann sem hefur ekkert annað að gera þessa dagana

  • Eitthvað fallegt

    Albert og Telma kýta

    Pabbi: „Ef þið hafið ekki eitthvað fallegt að segja skuluð þið bara þegja. Þið hreinlega kunnið ekki að segja eitthvað fallegt hvort við annað!“

    Albert: „Jú! Telma ég elska þig! …ekki lengur“

  • Næturvakt

    Við Hinrik Diðrik (Doofenshmirtz) erum á næturvakt og höfum vökult auga á skipinu, sem hefur hreyfst grunsamlega mikið undanfarið án þess að nokkur sé nálægt

  • Ekki hringja

    Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum.

    T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð.

    Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn hringdi og svaraði óttaslegin: „Er allt í lagi?“

    Albert: „Jájá, ég vildi bara segja þér að ég var að kúka og skeindi sjálfur!“

  • Albert

    Albert í flottum stöfum

    Ormur 1: „Margir ormar“

    Ormur 2: „Ég veit“

  • Some personal news

    Í síðustu viku var mér sagt upp.

    (Last week I was laid off work. English version is here)

    Samt ekki af því að ég sé letingi eða vitleysingur. Það var niðurskurður hjá fyrirtækinu og við vorum 8 á Íslandi sem misstum vinnuna.

    Ég fór daginn eftir og knúsaði allt frábæra fólkið sem ég er ekki lengur að vinna með. Það var ekki auðvelt og það hefur verið erfiðast að venjast því að hitta þau ekki lengur reglulega til að ræða eitthvað ofboðslega gáfulegt (ehem).

    Ég vann hjá Sabre (áður Calidris!) í rúmlega 14 ár og vil bara segja að ég er mjög þakklátur. Þakklátur fyrir að hafa kynnst frábæru fólki, þakklátur fyrir allt sem ég hef lært af þeim, og síðast en ekki síst þakklátur fyrir að hafa ekki verið sagt upp fyrr en ég var loksins búinn að dröslast í meðferð við kvíða. Þökk sé meðferðinni hef ég tekið þessu með nánast stóískri ró. Með 14 ára reynslu sem tæknihöfundur hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki horfi ég björtum augum á framtíðina.

    PS: Ef þú veist um þægilega innivinnu á skemmtilegum stað fyrir vingjarnlega mús sem er flínk að skrifa allskonar, hmu!

    English

    Last week I was laid off work. Not because I’m silly or lazy, but the company went through a restructuring and let 15% of their employees go. In Iceland, 8 of us were laid off.

    I went in the next day to hand in my laptop, hug everybody and thank them. The hardest part of this is saying goodbye to the people.

    I worked at Sabre for over 14 years and want to say that I’m very grateful. I’m grateful for all the wonderful people I’ve met, grateful for everything I’ve learned from them, and last but not least, I’m grateful for not having had to go through this until I finally got my ass into therapy for anxiety. Thanks to the therapy, instead of turning into a hyperventilating mess, I calmly started planning my next steps. With 14 years of experience in technical writing for a global corporation I am optimistic about the future.

    PS: If you know of an opening you think might be a fit, hmu.

  • Ég fann sex konur sem heita Bogey í símaskránni. Ég verð að vita hvort einhver þeirra sé í golfi?