Pabbi, við sjálfan sig: „…og nú eru þau að spá nítján stiga frosti á sunnudaginn“
Telma: „Er það mikið?“
P: „Jaá, það er soldið mikið“
T: „Nei! Veistu hvað er mikið?“
P: „?“
T: „Þúsund stiga frost“
Pabbi, við sjálfan sig: „…og nú eru þau að spá nítján stiga frosti á sunnudaginn“
Telma: „Er það mikið?“
P: „Jaá, það er soldið mikið“
T: „Nei! Veistu hvað er mikið?“
P: „?“
T: „Þúsund stiga frost“
Albert: *labbar í stofunni*
Pabbi: *er í eldhúsinu að vaska upp. Lítur um öxl*
Albert *öskurgrenjar*: „Hættu! Pabbi má ekki horfa mig!“
Flytja í sveitina, fá sér hænu, kú og breyta nafni bæjarins í eitt af eftirtöldu:
Stelpur: *eitthvað að kýta*
Albert: „Stelpur, það á að vera vinir!“
Mamma: „… og óþekk börn fá auðvitað kartöflu í skóinn“
Telma *lýgur*: „Það er allt í lagi, mér finnast kartöflur góðar“
M: „Frábært! Kannski heyra jólasveinarnir þetta og gefa þér alltaf kartöflu, líka þegar þú ert góð!“
T:
Hjúkrunarfræðingur: „Fékkstu miðana á Paul McCartney?“
Ég: *kúgast*
Læknir: *horfir á skjáinn* „Nei það var uppselt.“
Ég: *anda rólega*
Læknir: „En var ég búinn að segja þér að við förum á Celine Dion eftir tæpt ár?“ *ýtir slöngunni enn lengra ofan í kokið á mér*
Nurse: “Did you get the tickets for the Paul McCartney concert?”
Me: *gagging*
Doctor: *watches screen* “No, it was sold out”
Me: *breathing calmly*
Doctor: “But did I tell you we’re going to see Celine Dion in December next year?” *pushes tube even further down my throat*
Albert: „Ég gera snjörnu!“
Þegar þetta dugði ekki til að vinna jólapeysukeppnina í vinnunni fyrir fjórum árum hætti ég að taka þátt
Dómaraskandall
Albert: „Pabbi! Ég veit um orð sem ríma!“
Pabbi: „….?“
Albert: „Búkur og kúkur!“ *dettur í gólfið og veltist þar um af hlátri*
Telma: „Snjókorn falla á allt og alla,
börnin leika og skemmta sér.
Nú er árstíð kærleika og friðar.
Komið er að …“
Albert (3ja ára): „…jólastund!“
T: „Vinir hittast og halda veislur,
borða góðan …“
A: „…jólamat!“
Albert: „Pabbi halda mér“
Pabbi: „Nei, pabbi þreyttur“
A: „Jú, pabbi halda!“
P:
A: „Eeeeeeinn! … “ *setur upp þumalfingur*
P:
A: *horfir stíft á föður sinn, veifandi ógnandi þumli*
P:
A: „… tveeeeeir…“ *vísifingur bætist við*
Pjakkur: „Pabbi halda mér“
— siggi mús (@siggimus) December 1, 2019
Pabbi: „Nei, pabbi þreyttur“
Pj: „Jú, pabbi halda!“
Pa:
Pj: „Eeeeeeinn! … “ *setur upp þumalfingur*
Pa:
Pj: *horfir stíft á föður sinn, veifandi ógnandi þumli*
Pa:
Pj: „… tveeeeeir…“ *vísifingur bætist við* #pabbatwitter
Eftir að hafa unnið hjá hugbúnaðarfyrirtæki í 10 var ég að taka þátt í mínu fyrsta hakkaþoni. Ég hafði smá áhyggjur af því að ég hefði kannski ekki mikið fram að færa, verandi aumur tæknihöfundur.
En ég var settur í að vinna í kynningunni! Ú já, hugsaði ég stoltur og belgdi út kassann — ef það er eitthvað sem ég kann og get, þá er það að skrifa!
Ég skrifaði eins og vindurinn, nema ég skildi eftir nokkur smáatriði hér og þar, sem ég ætlaði að bera undir verkefnastjórann í hópnum.
Ég: Best að fara og fá verkefnastjórann til að hjálpa mér að loka þessu
Tölva: *ping! You have mail!* „Tillaga að kynningu“
Verkefnastjórinn var semsagt búinn að gera kynningu sem var átján skrilljón sinnum betri en það sem ég var ekki einu sinni hálfnaður með.
Ég lúslas kynninguna í leit að einhverju til að setja út á, bæta eða breyta… Nema hvað, áhyggjur mínar af því að hafa ekkert fram að færa voru óþarfar. Ég lagði til mjög mikilvægt vaff sem vantaði í nafnið hans Tryggva á fremstu glærunni