Tag: íslenska

  • 50 m/s

    Ef myndirnar prentast vel má sjá hvernig púlsinn hjá mér rýkur upp í fullkomnu flútti við hviðurnar sem fóru yfir 50m/s

    Við síðari hviðuna (sem drap mælinn ?) hoppaði Telma upp úr rúminu og kom skríkjandi til okkar. Þá voru allir vaknaðir nema Albert og við ákváðum að flýja dómadags hávaðann (og stóru stóru rúðurnar) uppi og reyna að sofa niðri í stofu. Reyna.

  • Múmín káta angist?

  • Hjálpa

    Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf*

    A: *leikur áfram, stígur af og til á dót*

    A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum*

    Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“

    A: „Neinei“

  • Gaman

    Fáðu þér gleraugu sögðu þau.

    Það verður gaman sögðu þau.

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“

    Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“

    T: „Hann er með tréfót!“

    Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“

    Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Tindersticks

  • Á förnum vegi

    Rakst á þennan á förnum vegi með yngsta kjúklinginn sinn

  • Sjö sinnum

    Einhver: „Hvað er í matinn?“

    Ég: „Svona sjö sinnum of mikið spaghettí“

  • Staðan

    Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag

    Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima

    Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun

    Annars erum við bara ágæt sko

  • Þegar þú reiknar ekki verðið á bílnum inn í kostnaðinn við að eiga og keyra bíl er það eins og að kaupa árskort í strætó og halda því svo fram að þú ferðist ókeypis 364 daga á ári

  • Fyrir kannski 15 árum sat ég með grahö á auglýsingastofu til að leggja lokahönd á auglýsingu.

    Eftir klukkutíma spurði hann hvort ég vildi kaffi, sneri sér í kvarthring og spilaði á skemmtara í 10 mínútur meðan tölvan vistaði

  • Jólasveinninn

    Gunnar Helgason drap jólasveininn


    Athugið þó:

    Hann lifnar við sko!

    EN HANN LIFNAR EKKI VIÐ FYRR EN EFTIR 40 BLAÐSÍÐUR AF DJÖFULGANGI