Tag: íslenska

  • Samviskuspurning

    Samviskuspurning til foreldra með leikskólabörn heima vegna verkfalls: Elskarðu börnin jafn mikið nú og þegar verkfallið byrjaði?


  • Áríðandi tíðindi

    Albert: „Pabbi!“

    Pabbi: *rumskar*

    A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum*

    A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*

    P: *umlar*

    A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“


    Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.

    Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir


    1. mars 2021: Uppfært!
    Nákvæmlega ári síðar

  • Ugla!

    Það lenti brandugla í garðinum hjá okkur

    (að sjálfsögðu í dag, þegar gluggarnir eru óhreinir eftir rokið í gær ?)

    Ég stökk að ná í góðu myndavélina. Ég lagði myndavélina frá mér augnablik til að sinna krakkaskröttunum (takk krakkar!) og einmitt þá tók ég eftir því að uglan var með mús í goggnum!!

    Meðan ég náði í myndavélina hvarf músin ofan í ugluna í einum bita ?

    Hvíl í friði bróðir ????

    We had an owl in our garden!

    (It had to be today, with all the windows dirty after last night’s storm ?)

    I ran to get the good camera for better picture. Then I had to put the camera down to tend to my offspring (thanks a bunch, kids), but then I noticed the owl had a mouse!!

    While I ran to get the camera again, the mouse disappeared down the owl’s throat in one bite ?

    RIP, brother ????


  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Bugun

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli

    Bugun, nafn þitt er siggimus.

    Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn

  • Bollur

    Pabbi: „Kannski þurfum við að byrja að gera bollur, annars endum við á að hafa bollur í kvöldmat“

    Sandra, með stóru eyrun sín: „ERU BOLLUR Í KVÖLDMAT??!?“

  • Uppáhalds

    Mamma: „Mig langar að fara í búð“

    Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“

    M: ? „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“

    P: *fliss*

    Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“

  • Flinkur að teikna

    Fréttir úr verkfalli:

    Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna ?

    Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)

  • Í vinnunni

    Loksins aftur í vinnunni

    Ég: *gengur illa að komast í gang*

    Ég: ???

    Ég: *set á mig heyrnartól, fer á jútjúb, kveiki á Hvolpasveit*

    Ég: *vinn eins og ég sé þrír*

  • Háskóli

    Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku ?, en samt)

    Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann

  • Björgunarafrek

    Björgunarafrek dagsins