Tag: íslenska

  • Hrísgrjónaklattar

    Sandra: „Ég ætla að búa til hrísgrjónaklatta“

    Pabbi: „Kanntu það?“

    S: „Ég sá mömmu gera það í gær“

    P: „Hmm?“

    S: „Já, þú setur bara egg og hveiti“

    P: „Ekki hrísgrjón..?“

    S: *nær í hrísgrjónapakka*

    P: „Ööööö, þarf ekki að sjóða hrísgrjónin?“

    S: *hverfur*

  • Vadda

    Dóttir: „Hvernig skrifar maður vadda?“

    Pabbi: „Hmm? Hvað þýðir það?“

    D: „Ööööö, eins og vadda fökk“

  • Bú hú!

    Ekki fokkings aftur! Bú hú!

  • Mín helstu afrek í lífinu

    3) Hætta að reykja

    2) Þrjú frábær og dásamleg börn

    1) Að smokra þessum fokkings málmhring upp á þetta fokkings gúmmídæmi á fokkings gleraugnabandinu

    Lykkjan. Króna sýnir stærðarhlutföll
    Lykkjan. Króna sýnir stærðarhlutföll
    Lykkjan komin aftur á sinn stað
    Lykkjan komin aftur á sinn stað
  • Fjöruferð

    Þegar dóttir þín getur ekki borið skólatöskuna heim af því það var fjöruferð í skólanum og hún tók *alla* steinana (þessi stærsti vegur slétt sex kíló)

  • Fisksalinn

    Hugsa reglulega um fisksalann sem var svo einmana að hann sleppti mér ekki úr búðinni fyrr en hann var búinn að rekja úr mér garnirnar um þráðlausu heyrnartólin mín

    En elsku kallinn minn, það er ekki búið að finna upp þau noise canceling heyrnartól sem vinna á tinnitus

  • Fjölskyldumyndir

    Myndirnar sem Albert teiknar af fjölskyldunni í leikskólanum hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma

    /the pictures Albert draws of his family at kindergarten have improved significantly in the past few weeks

  • Ekki dót

    Pabbi: „Klæða í útiföt, svo förum við í leikskólann!“

    Albert: *tekur litla risaeðlu sem hann fékk í verðlaun hjá tannlækni í gær*

    P: „Það má ekki taka með dót! Það er ekki dótadagur í dag“

    A: „Þetta er ekki dót! Þetta er risaeðla!“


    Uppfært í lok dags, á heimleið úr leikskólanum:

    Albert: „Pabbi! ekki keyra!“

    Pabbi: „Nú?“

    A: „Það þarf að spenna belti fyrir risaeðlur!“

  • A: „Góðan daginn, ég heiti Sigurhans“

    B: „Nei hæ! Og hvar er Sigurhennar?“ *deyr úr hlátri*

  • P

    „Af hverju er pje á skónum þínum?“

    Þegar sonurinn, tæpra fjögurra vetra, ákveður að það þurfi að merkja skóna hans pabba líka

    /when your son (not quite four) decides that you also need to label daddy’s shoes (p for pabbi = daddy)


    Hef í alvöru ekki hugmynd um hvenær hann gerði þetta, en þetta uppgötvaðist grínlaust í kirkjugarði, við leiði mömmu á afmælisdegi hennar

    Telma: „Af hverju er pje á skónum þínum?“

    Pabbi: „Pje???“

    Eftir skamma yfirheyrslu játaði pjakkurinn þetta á sig, með risaglott á vör, augljóslega mjög stoltur

  • Hjólað í vinnuna!

    Hjólið í vinnuna!