Þegar dóttir þín getur ekki borið skólatöskuna heim af því það var fjöruferð í skólanum og hún tók *alla* steinana (þessi stærsti vegur slétt sex kíló)
Allir steinarnir úr fjörunniStærstu steinarnirStærstu steinarnir – jaspísStærsti steinninn – jaspís
Hugsa reglulega um fisksalann sem var svo einmana að hann sleppti mér ekki úr búðinni fyrr en hann var búinn að rekja úr mér garnirnar um þráðlausu heyrnartólin mín
En elsku kallinn minn, það er ekki búið að finna upp þau noise canceling heyrnartól sem vinna á tinnitus
Myndirnar sem Albert teiknar af fjölskyldunni í leikskólanum hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma
/the pictures Albert draws of his family at kindergarten have improved significantly in the past few weeks
Pabbi risastór, en Albert minni„Sandra með mikið hár og Telma með mikið hár og mamma með mikið hár en pabbi með lítið hár og Albert líka með lítið hár“„Sandra og pabbi og Telma og mamma og Albert“