Foreldrar sem sitja heillengi með lítil börn í fanginu á ærslabelg með stór börn hoppandi allt í kring án þess að verða sjóveik velþóknunarblogg
Tag: íslenska
-
-
Fingrafimi og tungumálakunnátta
Þegar þú ert í Húsdýragarðinum með börnin og ekki alveg sikker hvort þú eigir að vera stoltur af fingrafimi og yfirburða tungumálakunnáttu sonarins (3ja ára og 362ja daga) eða skammast þín fyrir svívirðingarnar sem hann frussar á þig yfir efforð-puttann
-
Tönn
Telma missti tönn óvænt og gerði viðeigandi ráðstafanir.
Eftir að Telma var sofnuð kom Sandra niður: „Ekki gleyma að setja pening, pabbi!“
-
Blettus Grænmetikus
Glanna Glæp tókst með blekkingum og undirferli að sannfæra bæjarstjórann um að allir fengju Blettus Grænmetikus af því að borða grænmeti
-
Latibær
Ég er ekki að segja að ég sé búinn að fá ógeð á Hvolpasveit, en ég var að kveikja á Latabæ fyrir Albert
-
Nývaknaður Albert á erfiðan dag: „Augað mitt er að gráta!“
-
Sveit
Albert, tveimur dögum eftir að koma heim úr sveitinni: „Af hverju er Hvolpasveit líka sveit?“
„Af hverju eru tvær sveit?“
-
Á Google
Stelpurnar *fikta í tölvunni*
Stelpurnar, mjög impóneraðar:
PABBI!! ÞÚ ERT Á GOOGLE!
-
Lag
Albert: „Pabbi viltu heyra mitt lag?“
Pabbi: „Já takk!“
A: *dillar bossa* „Púnga púnga!“
-
Er þetta vont?
Albert: *lemur pabba*
Pabbi: …
A: *lemur* „Er þetta vont?“
P: „Nei“
A: *lemur* „Er þetta gott?“
P: „Nei“
A: *lemur* „Er þetta mátulegt?“