Tag: íslenska

  • Þegar þú fyrir tilviljun rekur augun í að þú ert búinn að ofgreiða kr. 68.760 fyrir internet síðustu mánuði og færð það leiðrétt

  • Albert: „Viltu koma út á leikvöllinn?“

    Pabbi: …

    A: „Viltu koma út á leikvöllinn, já eða nei?“

    P: „Nei, ekki núna“

    A: ? ?

    A: „Viltu koma út á leikvöllinn, já eða já?“

  • Út að borða

    með Albert

  • Maður, 170 ára: „Don’t be afraid to catch fish“ ? ? ? ? ?

    Dóttir, 10 ára: ? ? „Pabbi, hún syngur Don’t be afraid to catch FEELS! FEELS ER TILFINNINGAR“ ? ?

  • Lykill

    Oftar en ég kæri mig um að muna hef ég notað lykilinn til að opna bjór

  • Missa

    Albert: *hleypur um gargandi*

    A: *snarstoppar skyndilega og lítur áhyggjufullur niður*

    A: „Var ég að missa tönn?“

  • Heitur

    Albert: *opnar ísskápinn og starir inn í hann í viku*

    Pabbi: „Lokaðu ísskápnum, annars verður maturinn í ísskápnum heitur“

    A: „Heitur?“ ? ? „Þarf ekki að elda?“

  • Af hverju, pt. ii

    Albert: „Pabbi af hverju ertu með hvít hár og af hverju ertu gamall?“

    Pabbi: „Af því að það er langt síðan pabbi fæddist“

    A: „Af hverju?“

    P: „Ööööö, af því tíminn líður…“

    A: „Illa?“


    Sjá líka
  • Tilgangur

    Þú vandar þig. Þú lest bækur. Þú fylgist með fólki sem gerir þetta vel. Þú talar við fólk sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta illa. Þú liggur andvaka á nóttunni og hugsar um hvernig þú getur gert betur.

    En hver er svo tilgangurinn með þessu öllu saman þegar börnin sitja fyrir framan þig og humma jólalög í júlí?

  • Af hverju?

    Pabbi: *situr í sófa*

    Albert: *klifrar upp í fangið á pabba, strýkur hár pabba vinalega*

    P: *kemst við*

    A: „Pabbi af hverju ertu með hvít hár og af hverju ertu gamall?“


    Sjá líka
  • ALBERT

    Þessi drengur!

    Er allt í einu farinn að efast um allt. Kannski er Albert ekki að verða fjögurra heldur sjö ára?

    That boy!

    I’ve started doubting everything. Maybe Albert isn’t turning four in a few days, but seven?

  • PLOPP! Fliss

    Af efri hæðinni heyrist PLOPP! Fliss. PLOPP! Fliss

    Pabbi: „Hvað ertu að gera?“ *fer upp*

    A: *situr á baðherbergisgólfinu ber að ofan. reynir að festa drullusokk við flísarnar. PLOPP! fliss* „Hvað heitir þetta?“

    Pa: „Drullusokkur“

    A: „Sokkur!“ *fliss*

    PLOPP!