Tag: íslenska

  • Pabbi: „Við ætlum að fara í bíltúr!“

    Albert: „Vei!! Hvert?“

    P: „Heimsækja leiðið hennar ömmu. Amma þín er dáin og hún er ofan í jörðinni“

    A: ? „Á að setja dáið fólk oní holu?!?“

    P: „Ööö, já, hvar á annars að setja þau?“

    A: ? „…í ruslið?“

  • Milljónkall ef þú getur fundið hundinn!

  • Telmu finnst hræðilega ósanngjarnt að Húgó hafi verið sofandi þegar hún kom heim úr skólanum, en vill vera alveg viss um að hann finni eitthvað til að leika með þegar hann vaknar

    /Telma thinks it’s terribly unfair that Hugo was asleep when she got home from school, but she wants to make sure he’ll find something to play with when he wakes up

  • Hvernig er hægt

    að vera svona mikið krútt?

  • Hér eru allir dauðuppgefnir eftir langan dag, ekki síst þessi litli kútur, hann Húgó Hrói, sem virðist líka nýja heimilið ágætlega, þó það séu stundum soldil læti

    /everyone is dead tired here after a very long day, especially this little guy, who appears to approve of his new home, even if it gets a bit noisy at times

  • Ok sir, using this little doll, could you please indicate *where* he touched you?

  • Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn*

    Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“

    A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að rétta mér alla þessa tröppu?“

  • Brotnaði hitamælir hjá okkur í kvöld og vitiði — kvikasilfur er einn sérstakur andskoti.

    Beið eftir að allir litlu droparnir söfnuðust saman í einn stóran dropa og upp risi pínulítill en miskunnarlaus T-1000

  • Barn les fyrir foreldri: „…og þar er mikið af selum, tje punktur dje punktur…“

  • Stelast

    „Pabbi! Þú mátt ekki sjá mig þegar ég er að stelast!“


    Ég bauð honum að láta mig vita þegar ætlar að stelast

    Hann hugsaði málið í smástund og kinkaði svo kolli

  • Pirraður Albert kvartar yfir öllu í morgunsárið, en róast á endanum, eftir 2x brauð með sultu og tvo þætti af Hæ Sámi.

    Hann skilur samt ekki alveg, því venjulega er ekkert sjónvarp á morgnana og bara hafragrautur á boðstólum: „Pabbi, af hverju leyfirðu mér allt?“