Tag: íslenska

  • Albert, fjögurra ára, við móður sína: „Nú er ég reiður! Þú ert að bulla eins og pabbi!“

  • Albert: *bendir* „Má ég sleikja þennan poll?“

    Pabbi: „Nei!!“

    A: ? „Af hverju má Húgó?“

  • Dagbók

    Kl. 07.30

    Starfsdagur í leikskóla/ skóla? Vinna heima, einn með þrjú börn? Iss piss! Eftir leikskólaverkfall og lockdown síðasta vetur er ég fær í flestan sjó!

    Kl. 8.30

    Æ já, það var enginn hvolpur síðasta vetur

    Kl. 10.30

    Bíddu, þagnar drengurinn aldrei?

    Kl. 13.30

    Obbsíbobb, ég var búinn að gleyma þessum Teams fundi, en sem betur fer erum við bara tveir…

    Kl. 13.34

    Telma öskrandi eins og stunginn grís eftir að klemma höndina og Albert stunginn af með þráðlausu heyrnartólin að spjalla við Texas-búa á Teams

  • Sandra: „Pabbi má ég fá tyggjópakka?“

    Pabbi: „Ne…“

    S: „Ég lofa að setja hann ekki allan upp í mig í einu eins og í gær!“

  • Við viljum okkar kartöflur tandurhreinar, og þess vegna setjum við þær á suðuprógrammið

  • Húgó

  • Albert vill horfa á sjónvarp.

    Pabbi fer í tímaflakk og finnur Hæ Sám síðan í morgun

    A: ?

    Svo klárast Hæ Sámur og Unnar og vinur byrja (Fanboy & Chum Chum).

    A: ? „Þetta er ljótt fyrir mig! Ég vil ekki horfa þetta. En þetta er ekki ljótt fyrir ykkur! Þegar ég er farinn í leikskólann megið þið horfa á þetta!“

  • Sonur minn, rétt rúmlega fjögurra ára var að lesa bók!!

    Næst á dagskrá: Kenna honum annað orð

  • Ég: Frábært að fá hvolp! Ég ætla að vera mjög duglegur að fara með hann í langa göngutúra! Hef gott af hreyfingunni

    Hvolpur: Sest niður á eins til tveggja metra fresti og starir út í loftið. Það tekur tíu mínútur að komast út úr útkeyrslunni


    Ég: Frábært að fá hvolp! Ég ætla að vera mjög duglegur að fara með hann í langa göngutúra! Hef gott af hreyfingunni

    Hvolpur: Situr á gangstéttinni beint fyrir utan húsið í sjö mínútur og starir á nágranna hræra steypu

  • Þegar bara helmingurinn af eyrunum þínum eru komin upp

    /When only half of your ears are pointy

  • 50%

    Þegar bara 50% af eyrunum þínum eru komin upp

    Húgó