Tag: íslenska
-
Hver skrifaði aftur bókina Ísleif heiti ég, kölluð Sleif?
-
Albert: „Pabbi, þú púsla þetta!“ Pabbi: *byrjar að púsla* A: *hverfur* P: *ætlar að hætta og fara í símann* P: „Gngh! Æ, ég verð enga stund að klára…“ söksess!!
-
Alveg eins
Albert: *horfir á Peppa Pig á jútjúb* A: *ýtir á pásu* „Þetta er alveg eins oooooooooo…“ *hleypur upp tröppurnar* … nokkrar mínútur … A: *kemur aftur niður tröppurnar, móður og másandi* „…alveg eins og þetta!“ *sýnir*
-
Þegar þú ert upptekinn við að siða hundinn til og nærð ekki að grípa inn í þegar Albert krýpur niður til að sleikja drullupoll
-
Bakarí
Langar að opna ævintýralega gott bakarí: Brauðhetta og úlfurinn
-
Saksóknari: „Þú ert ákærður fyrir að stela tvö hundruð milljónum. Hverju svararðu?“ Ég: „Sekur! hashtag BannaðAðDæma!“ Dómari: *blaðar örvæntingarfullur í lögbókum* „Hver grefillinn! Hann náði okkur!“
-
Pabbi: „…og hvað var Salka vinkona þín í dag?“ Albert: „Hún var greinabind!“
-
Albert, þriggja ára, nýkominn af hrekkjavökuballi á leikskólanum: „Duru duru duru duru duru duru duru duru dumm! Duru duru duru duru duru duru duru duru dumm! Duru duru duru duru duru duru… Það bera si allir veeeel, þótt úti séu stormur og éééé, allt í góðu inni hjá méééé!“
-
Yrði mér einhverntíma boðið í Kappsmál (engar áhyggjur, ég er allt of leiðinlegur og óspennandi), og fengi að velja uppáhalds orð, yrði orðið „þvera“ Notað í setningu: „Stór ökutæki þvera veginn“ Annars er ég almennt svag fyrir orðum sem byrja á „þv“ því mörg þeirra láta þig hljóma einþ og þú þért þoldið þmámæltur. Þvalur…
-
„Þetta er Albert og ég er leiður af því að allir krakkarnir á leikskólanum voru inni að dansa konga og ég var aleinn úti.“
-
Þegar hann verður stór
Telma kom með á hundanámskeið. Þar fékk Húgó að hitta og leika við fullorðinn íslenskan fjárhund Pabbi: „Nú sérðu hvað Húgó verður stór þegar hann verður fullorðinn!“ T: „Húgó verður kannski stærri, þessi hundur er orðinn svo gamall“ P: „Gamall?? Minnka hundar þegar þeir verða gamlir?“ T: „Þess vegna er gamalt fólk hrukkótt! Húðin getur…
-
Albert: „Ég var að læra nýtt lag á leikskólanum!“ Pabbi: „Vá!“ A: „Komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður … komdu niður … … amma!“