Tag: íslenska

  • Í gær var starfsdagur í skólanum svo ég þurfti að taka krakkana með mér hvert sem ég fór

  • Fótbolti

    Mitt einasta kleimtúfeim er að í heimildarmyndinni um ísbílsgaurinn sést hann tala í símann um ferð sem hann vann á fótboltaleik.

    Ég var semsagt á hinum enda línunnar að þykjast vita eitthvað um UEFA Super Cup og Mónakó

  • Minning – Stöð 2

    Í tilefni af umræðu á Twitter um Stöð 2 sem mælikvarða á ríkidæmi og þá rifjaðist upp fyrir mér að sem unglingur upplifði ég að við værum voða fátæk

    [spoiler!] Ég sé auðvitað núna að við vorum ekkert fátæk, en þetta var barningur og það var enginn peningur fyrir óþarfa eða prjáli

    Ég tók út ómælda þjáningu að fá ekki Millet úlpu EINS OG ALLIR HINIR, heldur bara einhverja no-name eftirhermu úr Hagkaupum

    Við bjuggum í blokk í Hraunbæ, en næstum allir vinir mínir í risastórum rað- og einbýlishúsum á tveimur eða þremur hæðum í Selásnum. Og þeir áttu alltaf meira, nýrra og flottara dót

    Þegar Stöð 2 byrjaði fórum við systkynin strax að jarma um að kaupa áskrift

    Mamma sagði bara að þetta væri dýrt, og sérstaklega að myndlykillinn kostaði TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!!

    [Já, það þurfti að KAUPA myndlykilinn! Og já, TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! var heilmikill peningur. Þetta var ekki svo löngu eftir myntbreytinguna!]

    Ég hafði í einhvern tíma séð um nánast öll matarinnkaup heimilisins – kjagað í Nóatún með innkaupalista, hrúgað í innkaupakerru og lét svo skrifa allt heila klabbið í reikning!

    [Ég var rétt fimmtán ára]

    Ég samdi við mömmu um að ef ég gæti sparað TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! af matarreikningnum í desember myndi mamma kaupa myndlykil og áskrift

    Djöfull var ég grjótharður: – „Bíddu bíddu, TVÆR fernur af mjólk? Heldurðu að við séum kóngafólk?“ – „Ekkert væl! Það eru pylsur í matinn í kvöld og afgangar á morgun!“

    Fljótlega rann upp fyrir mömmu að það væri auðvitað ekkert hægt að láta þennan harðstjóra og nánös sjá um að kaupa inn jólamatinn, svo hún tilkynnti mér upp úr miðjum mánuði að þetta væri komið. Við fengum Stöð 2

    Þetta var semsagt sagan af því þegar ég svelti fjölskylduna mína í desember, sparaði TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! og fékk að sjá Twin Peaks og Northern Exposure

    Myndir sem fanga tíðarandann:

  • Íslensk tunga

    Sandra átti að teikna íslenska tungu, ef hún væri manneskja

  • Barn: „Elsku besti pabbi minn, ekki vera í símanum í allan dag! Gerðu það talaðu aðeins við mig!“ ?

    Pabbi: „Já en Sunna mín! Ég var búinn að segja þér að í dag er Sunnulaus símadagur!“

  • Hmmm, ég sé að börnin eru búin að uppgötva Google Translate. Hvað ætli þau hafi… *setur upp gleraugun*

  • Albert (fjögurra ára): *raular* „Við vorum syngja lag í leikskólanum“

    Pabbi: „Hvaða lag?“

    A: ?„Æ, maniggi“ *fer og finnur símann hans pabba* ?

    P: „Á ég að hjálpa?“

    A: „Skrifaðu jól!“ *bendir á leitargluggann í Spotify*

    P: „Ö … ok!“ *skrifar jól. opnar fyrsta jólalagalistann*

    A: *skrollar niður þrjár-fjórar skjálengdir og ýtir á lag*

    A: ?

    P: ???

    A: *syngur með*

  • Húgó: *fúlsar við folaldagúllasi sem keypt var á síðasta séns í Krónunni og horfir á mig eins og ég hafi framið stórkostleg svik*

    Líka Húgó: *étur hundaskít*

  • Minning

    Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum.

    Rödd: „Er Eiríkur við?“

    Ég, prakkari: „Nei, hann er úti í fjósi!“

    R, hikar ekki augnablik: „Já?“

    É: „Já, hann er að mjólka kúna“ *fliss*

    R: „Veistu hvenær hann kemur aftur?“

    É: *gefst upp. á öllu*

  • minning

    Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum:

    Rödd, á ensku: „Er Christian við?“

    Ég: „Neee, enginn Christian hér“

    R: „Ertu viss?“

    É: „Öööö, jaaá … frekar?“

    R: „Er það ekki sonur þinn?“

    É: „Neee“

    R: „Hvað heitir þú?“

    É: „siggi mús“

    R: „Ekki Christian?“

    É: „Neibbs“

    R: „Hvaða númer er þetta?“

    É: *segi númer*

    R: „Það er númerið sem Christian gaf mér!!!!“

    É: „Nú?“

    R: „Af hverju lét hann mig fá þetta númer ef hann býr ekki þarna?“

    É: „Tjah, ég veit ekki hvað gengur á í hausnum á Christian…“

    R: „Hvar býrðu?“

    É: „Þorfinnsgötu bleble“

    R: „Já, hann býr einmitt í næsta húsi!“

    É: „Jahá!“

    R: „Já, þetta er beint á móti spítalanum!!“

    É: „Tja, ekki alveg beint…“

    R: „Jú, þetta er beint á móti spítalanum!! Þekkirðu ekki Christian?“

    É: „Nei, ekki frekar en rétt áðan“

    R: „Þekkirðu ekki nágranna þinn?“

    É: „Nei, ég þekki ekki nágranna minn“

    R: „En af hverju er Christian að láta mig fá númerið hjá nágranna sínum ef hann þekkir þig ekki?“

    É: „Kannski væri betra að spyrja Christian að því..?“

    R: „Heyrðu, ég prófa kannski að hringja í *segir símanúmerið mitt* og spyrja eftir Christian!“

    É: „Gerðu það endilega“

  • Að horfa á fjögurra ára dreng reyna að útskýra Among Us fyrir móður sinni er mjög góð skemmtun ? ?

  • Sandra, 10 ára: „Það er svo skrýtið að Bædenn sé allt í einu orðinn forseti! Ég er bara orðin svo vön að Trömp sé forseti sko“