Umræðuefnið fer yfir í eitthvað ólystugt við kvöldverðarborðið
Telma: „Hættiði að tala um þetta! Ég missi matarlistann!“
Umræðuefnið fer yfir í eitthvað ólystugt við kvöldverðarborðið
Telma: „Hættiði að tala um þetta! Ég missi matarlistann!“
Pjakkurinn hoppar og spriklar fyrir framan sjónvarpið þar sem parkour gaurar hoppa milli húsþaka á meðan ég rígheld mér svo ég detti ekki úr sófanum og falli tugi metra niður á götu í París
Það hefur sína kosti að búa eins og svín
Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt
Húgó fór með mig í göngutúr í dag
/Hugo took me for a walk today
Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani
gæti sosum verið verra
Húgó fór með mig út að ganga í dag
Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“
Albert: *fliss* „Píkó!“ *fliss*
Hvernig veit hundur að hundur sé hundur?
Ég fór semsagt að velta þessu fyrir mér á göngu með Húgó í morgun. Lemur í kjós að það er ekki vitað nákvæmlega hvernig hann veit það, en … hundur veit að hundur sé hundur.
https://blogs.scientificamerican.com/dog-spies/do-dogs-know-other-dogs-are-dogs/
Albert verður oft ánægður þegar hann kíkir í skóinn á morgnana, en aldrei eins og í morgun, þegar hann kíkti í skó foreldra sinna (sem hann setti sjálfur út í glugga í gærkvöldi) og fann þar pínulitla kartöflu í hvorum skó
Hann hljóp inn í leikskólann í morgun og gargaði „Pabbi og mamma fengu kaltöflu í skóinn!!“
Ég var a.m.k. tvær vikur að skræla þetta helvíti. Afraksturinn: 807 grömm af kartöflum, 595 grömm af flusi
Væri ekki soldið vesen að pakka henni inn?
Pabbi: *úti í göngutúr*
Sími: *hringir*
Albert: „Ég var að hringja í afa óvart!“
P: „Ha? Tókst þér að hringja í afa þinn?“
A: „Já, afi var að tala!“
Kemur í ljós að drengurinn var aleinn að fikta í símanum niðri í stofu og honum brá víst aðeins þegar gamli maðurinn svaraði.
Svo fór hann upp og sagði mömmu frá áður en hann hringdi í mig il að færa mér tíðindin
Albert verður semsagt fjögurra ára í júlí, og afi hans 95 í nóvember