Tag: íslenska

  • Vinir

    Sandra var að kynna mig fyrir nýju vinum sínum

  • Pizza

    Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af…

  • Fjölskyldan

    Öll fjölskyldan – hver með sitt uppáhalds

  • Fuglar

    Albert: *dæs* „Ég er búinn að læra SVO mikið um fugla!“ Pabbi: „Já, þú varst að læra um krumma um daginn, ertu búinn að læra um fleiri?“ A: „Já, snjótigglingur er hvítur en með svart skott!“

  • Banka

    Albert: „Pabbi hvað gerist í þessari bók?” Pabbi: „Þau voru að ræna banka” A: „En af hverju?” P: „Af hverju hvað?” A: „Af hverju voru þau að reyna að banka?”

  • “Brons”

    Án gríns mitt stærsta íþróttaafrek til þessa

  • Góðan daginn, ég ætla að leigja hjá þér eina mottu í mars

  • Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?

  • Separate

    Some typos are better than others Sumar innsláttarvillur eru óneitanlega skemmtilegri en aðrar

  • Foreldraviðtal

    Pabbi: „Er eitthvað sem þú vilt að ég tali um við kennarann þinn? Foreldraviðtalið er í dag.“ Telma: „Neeeee … eða jú! Ég elska hesta!“ Ég skilaði þessu samviskusamlega til kennarans, sem skellilhló og sagði „…ég veit!“

  • Hvað í ósköpununum

    Albert: „Hvað í ósköpununum!“ *bendir hneykslaður á ökklann á sér* „Ég er alltaf að fá sár!“

  • Pabbi reynir að hjálpa Albert að sofa alla nóttina í sínu rúmi: „Sko, skrýmsli eru ekki til í alvörunni — bara í æpaddnum og sjónvarpinu. Stundum sér maður þau í draumi, en þau eru bara til í þykjó!“ Pj: „En löggur? Eru löggur bara til í þykjó?“