Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“
Albert: *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“

Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“
Albert: *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“
Ég þarf að kaupa nýja skóflu til að grafa út gömlu skóflurnar
Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*
Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“
Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“
A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“
Engin miskunn hjá Magnúsi! Eða kannski frekar Húgó hlífir engum?
Fórum einhverra hluta vegna ekki jafn langt og vanalega
Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“
Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“
…
A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“
Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn
Ance: „…taka hana opnum ormum … nei, bíddu, það á ekki að segja þetta svona..?“
Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“
Pabbi: „Frábært!“
A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“
Ég er ekki að segja að Húgó sé með aðskilnaðarkvíða, en hann vælir þegar nágranninn fer að heiman…
Hér fer forgörðum kjörið tækifæri til að búa til orðið „skúdd“
Dóttir byrjar að horfa á Air Bud
*5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy*
Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“