Tag: íslenska

  • Afmælisgjöf

    Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“

    Albert: ? *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“

  • Skóflur

    Ég þarf að kaupa nýja skóflu til að grafa út gömlu skóflurnar

  • Stækka

    Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*

  • Stór og sterkur

    Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“

    Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“

    A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“

  • Út í góða veðrið

    Engin miskunn hjá Magnúsi! Eða kannski frekar Húgó hlífir engum?

    Fórum einhverra hluta vegna ekki jafn langt og vanalega

  • Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“

    Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“

    A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“

  • Ár

    Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn

  • Opnum ormum

    Ance: „…taka hana opnum ormum … nei, bíddu, það á ekki að segja þetta svona..?“

  • Frábært

    Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“

    Pabbi: „Frábært!“

    A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“

  • Aðskilnaðarkvíði

    Ég er ekki að segja að Húgó sé með aðskilnaðarkvíða, en hann vælir þegar nágranninn fer að heiman…

  • Hér fer forgörðum kjörið tækifæri til að búa til orðið „skúdd“

  • Buddy

    Dóttir byrjar að horfa á Air Bud

    *5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy*

    Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“