Þegar þú ert búinn að gera hafragraut og klæða þig til að fara út með hundinn þegar konan þín kemur hálfsofandi og bendir þér á að klukkan er sex en ekki sjö…
Tag: íslenska
-
SMS
Sími pípir. SMS.
Hjartað missir úr nokkur slög, gleðitár birtist á hvarmi. Ég … ég er að fara í bóluse..!!
SMS:
Sigurður á tíma hjá tannlækni
Uppfært kl. 22.31:
Plot twist!
Sigurður á tíma í bólusetningu -
Núll á ensku
Klukkan er 5.22 að nóttu
Albert: „Hvernig segir maður núll á ensku?“
Pabbi: *rumskar* „Öööö, zero“ *sér að Albert er búinn að kasta sænginni af sér. breiðir yfir hann*
A: „Ég get ekki hugsað með sæng“ *kastar sænginni af sér* „Get bara hugsað með ekki sæng“
-
12 er minna en 49
Albert: „12 er minna en 49!“
Pabbi: „Já..?“
A: „En þú ert 49 en samt er 12 miklu stærra!“
P: „Haaa? Hvaða 12 er miklu stærra?“
A: „Húsið okkar!“ (12 = húsnúmerið)
-
Gat
„Vinkona mín segir að það sé dónalegt að segja ómægat af því að það er dónalegt að segja annarra manna nafn“
-
Vírar
Þegar tungumálavírum slær saman í hausnum á þér og þú segir skvermetrar
-
Bakaríið Petit pain
Slagorð: Láta hverju deigi nægja sína þjáningu -
Hræddur
Albert: „Ég vaknaði í nótt og var hræddur!“
Sandra: *eyðir klukkutíma í að búa til og prenta út mynd* „Við hengjum þetta upp við rúmið þitt og næst þegar þú vaknar sérðu fyndna rassa og hættir að vera hræddur!“
Fyndnir rassar -
rugad ruðifrE
.rugad ruðifre rav atteÞ .kabárutfa tú mok iðafirks gé mes tlla go inni uniðrobalkyl á nnikkat irtsniv lit nirö tsitsef innis uniE
-
Of seint!!
Ekki koma hingað -
18. júlí
Albert: „Ég vildi að það væri 18. júlí“
Pabbi:
„Ha, nú af hverju?“
A: „Af því að þá sofum við einu sinni og svo er Húgó eins árs!“
Sko 18. júlí. Daginn áður en hvolpurinn verður ársgamall. Ekki 7 dögum seinna, sem er daginn áður en Albert sjálfur verður fimm ára…