
Pandan er ekki sátt
Pandan er ekki sátt
Læknirinn sagði að íþróttameiðslin frá í gær væru kölluð Weekend Warrior og séu algeng hjá miðaldra íþróttamönnum þegar þeir fara að hægja á
Ég var svo ánægður með að hann kallaði mig íþróttamann að ég var heillengi að fatta að hann kallaði mig miðaldra
The doctor said last night’s sport-related injury is called ‘weekend warrior’, and typically happens to middle aged athletes when they start slowing down
I was so excited about the athlete bit that i didn’t even notice the middle aged bit for a bit
Eftir að hafa ótaloft spilað badminton við Karl Helgason, og alltaf tapað einliðaleik með þetta á bilinu 2-20 stiga mun, stefndi í stórtíðindi í gærkvöldi
Í þriðja (og síðasta) leik kvöldsins stefndi í stórsigur (jæja, sigur)
Minns var með MATCH POINT í stöðunni 20-17, þegar Kalli reif af sér grímu góðmennskunnar, svindlaði og lét minns togna á kálfa
Sandra horfði út um gluggann og sagði „jólasveinn, meira!“
Sandra „aðstoðar“ við að gera piparkökuhús
Sandra “helping out” with the gingerbread house
vona að þessari veikukeppni dætranna fari að ljúka
á degi tvö virtist Telma vera að rúlla þessu upp – hreinlega að keppa við sjálfa sig – kemur Sandra fersk inn af kantinum
hvernig er það annars, trompar eyrnabólga nokkuð 39,9°?
Sandra söng í dag:
Bangsi lúrir, bangsi lúrir
Er í skessuleik
Hann kann ekk’að stýra, brýtur alla gíra
Ljóðrænt SMS frá sundkennara:
„Ath! Ekki sund í dag. Kúkur í laug. Kveðja.“
Telma hóstar og hóstar og hvæsir og þess á milli hvín í henni eins og kettlingi
Sandra gubbar og gubbar og horfir á Söngvaborg og þess á milli biður hún um ristað brauð
setti í dag heimsmet í stysta afmælissöng sungnum til