Tag: íslenska

  • Kemst ekki í vinnuna

    Sandra: „Mamma, þú getur ekki farið í vinnuna!“

    Mamma: „Nú? Af hverju?“

    S: „Af því ég sit á þér!“

  • Pylsubrauð

    situr út’í glugga & telur pylsubrauðin sem fjúka framhjá

  • Skegg

    Söndru finnst alveg óendanlega merkilegt að pabbi sé með skegg á bumbunni

  • Boð

    Eru til fegurri orð á íslenskri tungu en „Boð um leikskóladvöl“?


    Uppfært: Í dag komu líka barnabætur! Í dag elska ég börnin mín!

  • jólaævintýri

    eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus

    í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)

    nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi

  • Sandra í aðlögun, dagur 3

    Aðlögun Söndru og pabba, dagur 3: Sandra stendur sig eins og hetja, leikur sér með playmo, syngur jólalög, svarar þegar á hana er yrt og setur saman riiiiisastóra Brio lestarteina. Svo stingur hún pabba af og fer að mála jólatré og stjörnu og setja glimmer á alltsaman. Í lok dags fékk hún verðskulduð verðlaun og riiisastórt bangsaknús

    Pabbi virðist afturámóti vera búinn að mála sig algerlega út í horn og er hreinlega sendur heim áður en jólaballið og jólamaturinn byrja. Skældi ekkert að ráði á leiðinni heim, en var samt þusandi og nöldrandi eitthvað

  • Sandra í aðlögun, dagur 2

    Sandra hefur tekið stórstígum framförum og stóð sig t.d. eins og hetja sem 25% kvartetts sem tróð upp með jólatónleika óforvarandis. Hún er einnig dugleg að eignast vini og undi sér dável þó pabbi hyrfi í nokkra klukkutíma

    Pabbi kom sterkur inn, í útiveru ýtti hann herskara af börnum í rólu og í matnum kláraði hann allt grænmetið OG gulu baunirnar.

    Í hvíld var hann afturámóti tekinn útaf í forvarnarskyni og sendur í kaffi þar sem hann undi sér ágætlega í upphafi en varð því miður ofsalega eirðarlaus og órór um leið og rafhlaðan í símanum gaf sig

  • Sandra vill þakka Askasleikjó kærlega fyrir rúsínurnar sem hún fékk í skóinn

  • Sandra í aðlögun, dagur 1

    Fyrsti dagur í aðlögun á nýjum leikskóla gekk barasta mjög vel hjá okkur Söndru

    Svakalega stoltur: algjör ró í hvíldinni og allt klárað af diskinum

    Ég fékk mikið hrós. Sandra bangsaskinn hlýtur að ná þessu á næstu dögum

  • Þetta er allt og sund!

    Pabbi: „Ó hókí jókí pókí – ó hókí jókí pókí – ó hókí jókí pókí – þetta er allt og sumt!“

    Sandra: „Nei!! Sund!“

    P: „Ókei! Þetta er allt og sund!“

  • samkvæmt símreikningi talaði ég í gemsann í 571 mínútu í nóvember

    það gerir níu komma fimm klukkutíma

    og átjánhundruð og fjórar skrilljónir

  • Sandra: „Þarna er pabbi að kyssa Telmu!“