
Neinei, ekkert merkilegt, bara Telman mín að mála alveg geggjaða mynd
Neinei, ekkert merkilegt, bara Telman mín að mála alveg geggjaða mynd
Verður reglulega hugsað til parsins sem gekk um IKEA, stoppaði svo, benti á eina uppstillinguna og sagði „Þetta er nýtt!“
Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“
„…Nítjánda var Jesú að vakna…“
„Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“
Húsdýragarðinum
Albert: „Förum heim“
Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“
A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“
Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi.
Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“
Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“
Öll börnin: ??
Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“
Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram
Stundum róar Sandra sig með því að teikna eitthvað…
Í bíl.
Albert: „…í framsæti og líka í … ? hérna, sætið fyrir aftan“
Pabbi: „Það heitir aftursæti“
A: „AFTURsæti? Af hverju heitir það aftURsæti? Er það aftur og aftur? NEI! Það er FYRIR AFTAN! Það á að heita AFTANsæti“
Úti að labba með Albert á hjóli og Húgó í taumi
Það gekk ekki aaaaalveg eins og í sögu og ég var aðeins að byrja að pirrast þegar Albert stoppaði, leit á mig, brosti og sagði: „Mér finnst gaman í lífinu mínu!”
Ég held ég hafi fengið eitthvað í augað