Örleikrit í karlaklefanum í Lágafellslaug:
Áhyggjufullur pabbi hleypur út úr sturtunni á sprellanum. Gargar: „Hvað ertu að gera Danni! Það á ekki að þvo sundskýluna í klósettinu!”
Örleikrit í karlaklefanum í Lágafellslaug:
Áhyggjufullur pabbi hleypur út úr sturtunni á sprellanum. Gargar: „Hvað ertu að gera Danni! Það á ekki að þvo sundskýluna í klósettinu!”
Hafið það til marks um ótakmarkaða ást mína á dætrum mínum að ég svara bæði Dóru og Díegó
Nú reynir á mátt facebook!
Þannig er mál með vexti að ég er aleinn heima að passa fyrir konuna, sem er að vinna. er búinn að vera rosa duglegur – labbaði með þær í frjálsa tímann í íþróttahúsinu og gaf þeim að borða og allt. Nú er semsagt Telma sofnuð og Sandra farin í heimsókn til dóttur nágranna
Er einhver þarna úti sem getur hjálpað mér?
Sandra vaknaði með hausverk og hita, en er núna með handverk og hita
Í sjónvarpinu eru norskir bændur að vesenast eitthvað með beljurnar sínar.
Mamma: „Mig langar að vera bóndi!“
Sandra: „Nei!! Þá eigum við enga mömmu!“
eitthvað á þessa leið voru jólin okkar 🙂
gleðilega jólarest! (þó seint sé í bossa klipið)
Merry rest of Christmas everyone (better late than never!)
Stelpurnar og Ance sátu og pökkuðu inn gjöfum.
Sandra: „Pabbi, við erum búin að pakka inn þremur pökkum!“
Pabbi: „Vá, eru rosa margir sem fá pakka frá okkur?“
S: „Já!“
P: „Kannski fáum við einhverja pakka líka?“
S: „Neinei! Við þurfum ekki pakka,“ sagði hún og benti á pakkana tvo sem þær systur gerðu á leikskólanum. „Við eigum pakka!“
lína langsokkur, á sokk!?!!
mind=blown!
þegar ég fór með stelpurnar í leikskólann í morgun var snjóbylur og skyggnið á bilinu 2-22 metrar, ég ákvað að fara bara heim og bíða af mér mestu lætin
svo þegar ég var farinn að sjá yfir til Reykjavíkur ákvað ég að nú væri ekkert mál að skjótast. vegagerðin er ekki alveg sammála
Barney – íslenskt kvenmannsnafn?
ég vinn ekki ljótujólapeysukeppnina í vinnunni, en ef það væri jólasveinaderhúfuflottukeppni þá væri sigurður orðinn sigurviss