„Pabbi, er ég alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg að fara að missa tönn?“
-Telma (3,5 ára) vill vera alveg, alveg, alveg eins og stóra systir
„Pabbi, er ég alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg, alveg að fara að missa tönn?“
-Telma (3,5 ára) vill vera alveg, alveg, alveg eins og stóra systir
er ég að gera þetta rétt?
Valdi greinilega rétta daginn til að fara í sandölum í vinnuna
Í morgun
Strætisvagn á stoppistöð
Hrekkjusvín
svelgir í sig heila röð.
Hristir saman hundrað menn og
hendir þeim síðan út við Hlemm.
Sandra: „Hvað ertu að gera pabbi?“
Pabbi: *svarar*
S: „Haaa? Ertu að sleikja egg?“
Sandra: „Telma var óþekk! hún sleikti ostinn minn!“
Pabbi: „Stúlkur, við þurfum greinilega að ræða um virðingu fyrir osti“
Um hálfátta í morgun:
Sandra: „Hvaða dagur er í dag?“
Pabbi: „Fimmtudagur“
Telma setur í brýrnar, bendir út um eldhúsgluggann og djúpt inn í myrkrið. Hvæsir: „Nei! Það er ekki dagur!“
Sandra: „Það eru svo margir allskonar dagar! Bolludagur, öskudagur, bóndadagur, bangsadagar, náttfatadagar og bardagar!“
Karl faðir minn er níræður í dag. Hefur lifað tímana tvenna. Það verður að segjast að lífshlaup okkar hefur verið frekar ólíkt. Hann var bóndi og þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum, á meðan ég sit við tölvu allan daginn og finnst sú nýliðna raun mín að vera án snjallsímans í viku vera efni í epíska píslarsögu.
Eitt er þó líkt með okkur feðgum; við vorum engin unglömb þegar við eignuðumst börn. Þegar ég átti stelpurnar var ég meðvitaður um að ég væri á svipuðu reki og pabbi hefði verið þegar hann átti systur mínar, en í tilefni dagsins datt mér í hug að reikna…
Þegar Sandra fæddist var ég 41 degi yngri en pabbi var þegar Svava fæddist.
Þegar Telma fæddist var ég 58 dögum yngri en pabbi var þegar Harpa fæddist.
Spúkí sjitt, eins og þar stendur
Dóttir fékk teskeið til að moka steiktum lauk í pylsubrauð.
Fyrst setti hún eina skeið beint í munninn.
Kippir í kynið