Þegar klukkan er 6.23, konan á næturvakt, báðar dæturnar skriðnar upp í rúm til þín — vakandi að sjálfsögðu — og þú færð óþægilegt hugboð um að Bjúgnakrækir hafi gleymt einhverju
Tag: íslenska
-
-
ítarlegar og hávísindalegar rannsóknir mínar undanfarið hafa leitt í ljós að það getur hreinlega verið gaman að eiga börn.
að því gefnu að maður sé þokkalega vel sofinn
-
Telma (3,5) gerir jólakort fyrir opis (afa sinn í útlöndum).
Teiknar að sjálfsögðu fyrst draug, krókódíl og saumavél
-
eftirvæntingin hefur verið stigvaxandi síðustu vikur og var orðin áþreifanleg. hún hafði lítið plastegg utanaf leikfangi úr Kindereggi með sér í leikskólann í morgun, svona just in case
þegar til kom þurfti tönnin smá aðstoð og Sandra dró hana hreinlega úr með handafli rétt fyrir svefninn
Fyrsta tönnin farin!
Telma, sem hefur undanfarna daga bent á flestar tennurnar sínar og sagt „Þessi tönn er laus“ varð skelfingu lostin og virðist vera hætt við að missa tennur og „fá blóð“, amk í bili
-
Ég vísa þessum ummælum dóttur minnar beinustu leið til föðurhúsanna!
Ég pissaði sko alls ekki í buxurnar!
-
Lúðasveit verkalýðsins?
-
innipúkast í óveðri
Sandra Telma: „Pabbi er kisa!“ Sandra -
hérna, áttu nokkuð eld?
Jólageitin, bíður eftir smá neista -
jólapeysa
ég vona að myndin komi því vel til skila hvað ég lagði mikla vinnu í jólapeysuna í ár
-
gefðu mér íbú í skóinn
góði jólasveinn í nótt
Íbúfen í jólapakkann minn -
Palli
Í gær kom snjókarlinn Palli í heimsókn og hjálpaði okkur að skreyta húsið að utan
Snjókarlinn Palli Telma, Palli og Sandra Ance, hjarta, Telma og Sandra Palli, Telma, Sandra og húsið okkar
Uppfært fjórum dögum síðar:
Palli farinn að láta á sjá. þurfti smá fegrunaraðgerð, m.a. nýtt auga + nýtt nef
Það sem eftir lifir af snjókarlinum Palla -
Dauðlangar eiginlega að fara út í þetta veður. Eitthvert út í óvissuna. Festast einhversstaðar á bílnum. Lenda í ævintýri
Svo rétt í því að ég er að verða úti kemur Þorgrímur Þráins og bjargar mér