þegar dætur þínar eru búnar að hirða öll flottu sólgleraugun
when the girls have taken all the cool sunglasses…

þegar dætur þínar eru búnar að hirða öll flottu sólgleraugun
when the girls have taken all the cool sunglasses…
Ég byrjaði að vinna hér í febrúar 2009. Ég man mjög vel að fyrsta eða annan miðvikudaginn sem ég vann var ofboðslega kalt – snjór og hálka. Ég man líka mjög vel að þegar ég kom hikandi og feiminn inn í matsal í hádeginu voru mjög margir í flís- og lopapeysum, og sumir þeirra börðu sér til hita. En það sem ég man best er að það voru líka nokkrir sem sátu þar á stuttermabolum og það stóð upp af þeim gufan – bókstaflega. Þau voru víst að koma úr sjósundi
Í dag, rétt tæpum 7 árum síðar, var ég á stuttermabol í hádeginu
Sandra: „Pabbi, af hverju borða kanínur bara gulrætur og kál og gúrkur og svoleiðis?”
Pabbi: „Ööö … af því að þær kunna ekki að fara í búð og kaupa pylsur … og eiga ekki heldur neina peninga!”
Sandra: „Það þarf líka að kaupa gúrkur í búð…”
Ég ýti Telmu í rólu. Eins og venjulega biður hún um að fara „hátt hátt upp í geim!”
Hún skríkir af kæti og biður um meira. Ég ýti meira og bæti við smá snúningi og sveiflu.
Telma: „Jibbí! Rússíbanani!”
Svona átti ég bágt fyrir aðeins tæpum tveimur árum.
en ekki lengur!!
siggimus hefur uppgötvað GRJÓNAGRAUT Í OFNI!
Aðeins 99,9% geta fundið pönduna á innan við mínútu!
Hefur aldrei langað eins mikið til að setjast á borð og núna
Dýrð sé Óðni í upphæðum fyrir sítrónupipar
Sandra situr í sófanum, komin í náttföt. Í sjónvarpinu syngur Diddú aríu.
Pabbi: „Sandra, langar þig að syngja svona, fyrir framan fullt af fólki?’“
Sandra: *fitjar upp á nefið*
P: „Þú þarft ekki að syngja svona óperu eins og hún, ég meina langar þig að syngja eitthvað sem þú kannt og þér finnst skemmtilegt að syngja?“
Sandra: „Rassi rassi trallala?“
Einhver hefur litið vitlaust á dagatalið í morgun