Tag: íslenska

  • Giskaðu

    Barn: „Pabbi! Komdu í leik! Giskaðu á hvað ég er að segja!“

    B: *Hönd fyrir munn. Munnur hreyfist í 4 mínútur*

    B: „Hvað sagði ég?“

  • 5 skeiðar. Sjóðandi heitt vatn. Hræri. Bíð. Horfi. Eftirvæntingin vex. Hræri aftur. Finn höfga angan. Ýti niður prikinu.

    Helli í uppáhalds bollann. Heilög stund er að renna upp. Hinkra eilítið til að njóta augnabliksins. Hjartað slær hraðar.

    Tek bollann og lyfti upp að vörum til að … „Pabbiiiii!“

  • 17. júní

    Klukkutími í röð til að láta mála íslenska fánann á andlit

    3 tímum síðar: hálftími að þrífa þetta af

  • Unglingaveikin

    Ein fimm ára komin með unglingaveikina


    skömmu síðar sló í brýnu, varð persónulegt

    friðarumleitanir báru þó árangur um síðir

  • Hver vinnur?

    Telma, 4 ára: „Pabbi, hver vinnur?“

    Pabbi: „Kemur í ljós þegar leikurinn er búinn, ástin mín“

    T: „PABBI! HVER VINNUR?!!?“

  • Dóttir: „Úr hverju er lifrarkæfa?“

    Pabbi: „Lifur“

    D: „… pabbi … mig langar ekki í meiri ömmukæfu“

  • þegar þú mætir með dótturina á leikskólann og leikskólakennarinn segir við hana: „Hæ! Hvar eru gleraugun þín?“

  • Verandi hjúkka vissi konan mín nákvæmlega hvað átti að gera þegar hún fann mig froðufellandi og grátandi á gólfinu: Slökkva á Davíð Oddssyni í sjónvarpinu

  • Kjalarnes

    Það er fjölmargt sem mér líkar vel við að búa á Kjalarnesi, en það sem gleður mig mest þessa dagana er að fá aldrei Moggann í frídreifingu

  • Að hengja upp þvott

    Fullorðinsföt: 20 flíkur, 0:04:28 klst

    Barnaföt: 19.752 flíkur, 2:12:15 klst

  • Kúlugúbbar

    Kúlugúbbarnir, þið vitið, þessir sem koma loftbólur úr munnunum á þegar þeir anda, voru að lenda í snjóflóði