Tag: íslenska

  • langar að prófa nýja blóðþrýstingsmælinn, en er hræddur um að hann springi

  • Tvö!

    Ísland skorar. Sandra brjálast, öskrar og dansar.

    Markið endursýnt. Sandra brjálast, öskrar og dansar: „Tvö!“

  • Svefn

    Ég var orðinn vansvefta í gær eftir að hafa ekki sofið nóg í langan tíma, en asnaðist samt til að ílengjast yfir kosningasjónvarpinu frekar en fara að sofa kl. 9.

    Sofnaði um miðnætti. Um hálftvö kom Sandra sem átti erfitt með að sofna aftur, heilinn hennar var að láta hana hugsa eitthvað ljótt.

    Að svo miklu leyti sem ég var enn með rænu er ég þokkalega viss um að við höfum bæði sofnað um hálffjögurleytið. Hún, 120 cm há, á sinni þykku og góðu 200 cm löngu dýnu, ég, 190 cm hár, á þunnri 150 cm langri dýnu á gólfinu.

    Nema hvað, ég hef enga aðra afsökun fyrir því að þær sitja nú inni í stofu og horfa á jólaþættina af Skoppu og Skrítlu.

    Gerði sterkt kaffi til að reyna að halda meðvitund
    Reyni að halda meðvitund

    Uppfært:

    Ábót á kaffi - meira af kaffi en vatni
    Ábót á kaffið
  • Sandra: „Pabbi, hvað heitir hæsta fjall í heiminum?“

    Pabbi: „Everest fjall“

    Sandra: „Everefst?“

  • Gleðifréttir!

    Næstu gleraugu Söndru munu að líkindum ekki kosta 40 þúsund

  • pb

    Samkvæmt Endomondo náði ég pb í hlaupum með því að reyna að halda í við Telmu, 4 ára, í 1,5 km víðavangshlaupi

    FÉKK LÍKA VERÐLAUN!

  • Pb

    Skv appi náði ég pb í hlaupi við að elta 4 ára dóttur mína í 1,5 km víðavangshlaupi

  • „Pabbi, hvaða rugl er þetta? Að baða kött? Kettir þola ekki vatn!“

    Tæplega 6 ára er Sandra skynsamari en höfundar Hvolpasveitar

  • Það eina sem mig langar í í dag eru svona inniskór í minni stærð

  • Við frúin höfum ekki alveg sömu hugmyndir um hvernig best sé að verja góðviðris- og fótboltafrísdögum

    Viðarvörn og pensill á tröppu
    Viðarvörn
  • Þrældómur

    Mús fær fótbolta- og góðviðrisfrí frá vinnu, kemur snemma heim og lendir í þessu…

  • Bak

    Mig dreymir um sundlaug með bakaríi: Baðkarí!

    Mig dreymir um banka þar sem þú getur tekið út monnípeninga og kruðerí: Bankarí (bakkelsi og bankelsi!)