Tag: íslenska

  • Verslunarmannahelgin 1990

    Ég toppaði öll Verslunarmannahelgarævintýr með því að skreppa ásamt Stefáni eitt árið til Leníngrad í smá partý.

    Þar keypti ég ásamt öðru freyðivín, vodka, óætan hamborgara, molluheitan Budweiser á dimmri og sóðalegri knæpu (við báðum um 7up, en fengum Bud), slatta af rúblum (sem ég hef enn ekki getað losnað við), og þetta eintak af Pravda, frá laugardeginum 4. ágúst 1990.

  • Dætur að leik:

    Dóttir 1: „Ég er súperheró. Hvað ert þú?“

    Dóttir 2: „Ég er mamma súperheró“

  • Jafn stór

    Ítarlegar rannsóknir leiddu í ljós að Albert er nákvæmlega jafn stór og Emily

  • Albert

    Verð 45 ára í haust. á tvær dætur á leikskóla.

    Fór samt að háskæla þegar bættist við gutti í gær

  • Rúlletta

    Rússneska rúllettan út að borða með börn:

    Fæ ég 3 bita af mínum mat eða þarf ég líka að borða 2 barnaskammta?

  • Þegar þú að leika við dóttur þína og þú ert nemandinn og hún er kennarinn og þú fattar að dóttir þín er fasisti

  • „Nei, ástin mín, hesturinn er ekki að kúka“

    Þegar heimsókn í Húsdýragarðinn breytist í líffræðikennslu

  • Kirkjuslanga

    Á heimilinu fannst stórhættuleg kirkjuslanga.

    Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar. Allir heilir

  • Tragedía

    á pari við að missa foreldri

  • Aaaaaa

    „Stingum aaaaaa!“

    Lítil stelpa syngur með Mugison

  • Óvinnufær

    Á maður ekki rétt á að breyta sumarfríi í veikindafrí ef maður verður óvinnufær?

  • Úti lega

    Sendum stelpurnar í útilegu til að fá smá frið