Tag: íslenska

  • Flott föt

    Af hverju fá smábörn öll flottustu fötin?

    Ég meina, kommon! af hverju má ég ekki vera svona flottur á árshátíðum?!?


    Uppfært 27. október 2016:

    Lausnin er (augljóslega) að láta börnin hanna á sig föt…

  • Endurskin

    Endurskins Múmínálfur!

  • Félagi hringdi sig reglulega inn „veikan.“ Notaði nýja og nýja sjúkdóma.

    Náði vissu hámarki þegar hann sagðist vera með Creutzfeldt-Jakob.

  • Getið þið ímyndað ykkur að hata heiminn nógu mikið til að finna upp á brauðsúpu?

  • Það er stutt a milli hláturs og sláturs!

  • Matseðill

    Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn.

    Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni: Allir geta auðveldlega fylgst með því hvað er í matinn hvenær og ef einhver er með erfiðar séróskir eða biður um eftirrétt er mjög auðvelt að benda bara á matseðilinn.

    En það borgar sig að fylla matseðilinn vandlega út. Í fyrstu vikunni læddist Telma (4,5 ára) þegar við sáum ekki til og teiknaði ís í alla auðu reitina.

  • þegar þú býrð smátt er gott að hugsa í lausnum

  • Hrossaflugur

    Á þeim hrossaflugum sem ég hef skoðað virðast ekki nema 3-4 af 6 löppum gera nokkuð gagn, og max annar vængurinn.


    Eina mögulega skýringin á hrossaflugum…

  • Snuddustjóri

    Telma er sjálfskipaður yfirsnuddustjóri Alberts. Áður en hann fékk snuðið ræddi hún lengi um hvað það væri augljóst að snuddan væri svarið við öllum hans vandamálum. Og nú, ef Albert svo mikið sem hnerrar hleypur hún um allt skríkjandi „Hvar er snuddan?!“

    Okkur grunar að barnið sé með þessu að vinna úr djúpstæðu tráma sem hún varð fyrir síðasta sumar á siglingu milli Helsinki og Tallinn, en þá féll snuðið hennar óforvarandis fyrir borð (ehem). Sem betur fer var víst lítið og krúttlegt hvalabarn sem fann snudduna. Tilhugsunin um það hefur hjálpað á erfiðum stundum