Tag: íslenska

  • Kom heim og fann stelpurnar í eldhúsinu með ristaða brauðsneið, eins og dáleiddar en samt skríkjandi af gleði — að horfa á smjör bráðna

  • Í nótt var Ance á (gluggalausu) baðherberginu að skipta um bleyju. Hún rétt náði að sjá bingóvinninginn áður en rafmagnið fór

  • Það er banki í ofnunum. Hver á að laga það? Á ég að gera það?

  • Þar sem ég var úti að hlaupa* og hlusta á nýju PJ Harvey plötuna fór ég að hugsa um Ivan Pavlov. Ef ég er bara búinn að hlusta á plötuna við þessar aðstæður, verður þá til sú skilyrðing að ég tengi þessi frábæru lög um alla framtíð við sársauka, pínu, svita, andnauð og almenna vanlíðan? Mun þetta eyðileggja fyrir mér tónleikana 6. nóvember?

    (*Ef hlaup skyldi kalla. Trúi því ekki sjálfur, en ég var að klára viku 2 af C25K. Ég er búinn að „hlaupa“ meira á síðustu 2 vikum en á sl. 20 árum þar á undan. Vúpp vúpp!)

  • trúi því ekki sjálfur, en ég var að klára viku 2 af #C25K

    hef hlaupið meira á 2 vikum en á sl. 20 árum

  • Þegar uppskeran kemur í hús er fyrir öllu að eiga vandaðan kartöflubursta

  • Stelpurnar (6 & 4,5 ára) á fyrstu skautaæfingunni

    Þær: meira á bossanum en uppréttar

    Ég: passa að þær sjái mig ekki veina af hlátri

  • Double trouble on the ice

  • Telma: „Gúmmí góður! Hættu að orma eftir mér!“

  • Hvaða heilaþvegni pappakassi segir að venjulegt og honnínött sé bæði betra?

    Annað bragðast eins og pappi, en hitt er skv. skilgreiningu nammi

  • Mamma: „Pabbi! Þú ert kominn snemma heim!“

    Pabbi: „Já, ég var svo duglegur í vinnunni.“

    Sandra: „Varst þú duglegastur?“

    Pabbi: „Ööö… já!“

    Sandra: „En hver var óþekkastur?“

  • Var einu sinni stöðvaður á Litla Hrauni fyrir að reyna að smygla inn strokleðri