Þegar þú fjarlægir skáp sem greinilega átti aldrei að fjarlægja



Þegar þú fjarlægir skáp sem greinilega átti aldrei að fjarlægja
Sandra: „Pabbi, Dóta læknir er sko alvöru plat mynd!“
Pabbi: „Nú?“
S: „Játs! Lifandi dót!“
Þegar þú fattar þegar þú ert kominn 1/3 af leiðinni upp rúllustigann að þú gleymdir einhverju í bílnum en kannt ekki við að fara aftur niður stigann því þá þyrftirðu að ryðja um koll nokkrum óléttum konum og þú grátbiður starfsfólkið náðarsamlegast um að hleypa þér út aftur en þau segja nei nei nei nei nei og hóta að siga á þig óðum hundum, svo þú þrammar gegnum öll 7 svið heljar og svo ertu loksins kominn út aftur og lífsviljinn næstum allur á brott og það vakna hvatir en þú reynir af öllum mætti að bæla niður þessar hvatir af því að þú veist að þetta er rangt og svo gæti líka verið að þú næðist, en hvatirnar eru svoooo sterkar, sem betur fer ertu ekki með neinar eldspýtur
afmælið mitt er næst mest spennandi viðburðurinn í lífi mínu næstu 7 dagana
Á svona dögum fórnar maður lítilli geit í nafni þess sem fann upp rúðuþurrkur
Var að prenta þetta út til að eiga næst þegar einhver reynir að leiðrétta mig
Þessa dagana syngur Sandra frumsamið lag hástöfum:
Remúlaði í mörg ár!
Hver vill syngja með mér?
Þegar það tekur þig 2 daga að losa stíflu í þvottahúsinu, því fyrri eigandi setti hilluvegg OFAN á niðurfallið
Setti hausinn í þennan bita. Byggingin skalf. Ekkert blóð, en ég man reyndar ekkert sem gerðist fyrir 12. maí
það var strætótt sig
Pabbi: „Ertu rúsína?“
Telma: „Nei!“
P: „Ertu sykursnúðarúsínubollurass?“
T (grætur): „Pabbi, þú kallaðir mig rass!“