Tag: íslenska

  • Geimflaug

    Albert: „Pabbi, getum við í kvöld … fundið eldflaug og farið út í geim?“
    Pabbi: *búinn að lofa sjálfum sér að vera jákvæður í sumarfríinu* „Ööö, já við skulum reyna að finna geimflaug í kvöld“

    A: „Hefur þú farið út í geim?“
    P: „Nei, ég hef aldrei farið“
    A: „Ekki ég heldur. En hvaða leið á maður að fara?“ ?
    P: *yppir öxlum* „Upp?“
    A: „Prófaðu að spyrja gúggul“

  • Er þetta vinstri?

    Ókunnugur drengur á leikvelli: *bendir á vinstri fótinn á sér* „Er þetta vinstri fótur?“

    Faðir ókunnugs drengs á leikvelli: „Nei, þetta er hægri“

    Ódál, ekki alveg sáttur: *bendir á hinn fótinn á sér* „Er þetta kúka fótur?“

  • Hvað er málið?

    Albert, í sturtu á leiðinni út í heitan pott, horfir niður á bringuna á sér.

    Albert: „Hvað er málið? Strákar vilja alltaf sýna brjóstin sín, en stelpur vilja ekki sýna brjóstin.“

    Pabbi: …

    A: „Hvað er málið?“

  • Kom í bústað og sá að fyrri gestur hafði gleymt að logga sig út af Netflix í sjónvarpinu.

    Eftir talsverða yfirlegu hef ég ákveðið að hæfileg refsing sé að fara í gegnum allt sem er í Currently watching og skippa yfir einn þátt

  • Smásaga: Gamall maður reynir að taka myndir af náttúruundri

  • Góð hugmynd

    Þetta virtist vera svo góð hugmynd í búðinni…

  • Líka lítill

    Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“

    Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“

    A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“

  • Borgar sig

    Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna.

    Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““

  • Frúin í Hambort

    Einn uppáhalds leikur Alberts þessa dagana er hans eigin útgáfa af Frúnni í Hamborg

    A: „Það má ekki segja ísskápur! Eða hurð. Og það má ekki heldur segja hákarl … það má segja já, en ekki nei!“

  • Albert teiknar

    Albert kom heim með myndir úr leikskólanum í dag. Hér eru þær bestu

  • Telja

    Albert, rétt rúmlega hálfnaður að „telja“ 5m málband. Upphátt.


    Síðar, löngu síðar: „…fjögurhundruð fimmtíu og fjórir, fjögurhundruð fimmtíu og fimm, fjögurhundruð fimmtíu og sex… Hey! Eins og í Squid Game Netflix!“