Tag: íslenska

  • Sértrúarsöfnuðir sem ég fæ engan botn í:

    #1: Fólk sem gengur um í vinnunni á sokkaleistunum


    Fánýtur fróðleikur: leistar þýðir sokkar, svo ef þú segir sokkaleistar ertu í raun að segja sokkasokkar

  • Langar að stofna hreyfingu í kringum það að hringja brosandi í IKEA og biðja um aðstoð við að setja saman mublurnar. Alltaf. Hver er með?

    „Góðan daginn, ég skil ekki neitt! Ég var að kaupa hjá ykkur glerskál, en það fylgir enginn sexkantur?!“

  • málver > malware

  • Þegar þú opnar óvart Safari á æpaddnum og finnur þar 78 einmana og yfirgefna flipa eftir að börnin hafa óvart potað í auglýsingar

  • Ísland — feit pæling sem gekk ekki upp

  • Ungur maður (þriggja mánaða og þriggja daga) bíður þolinmóður eftir systrum sínum með pabba gamla

  • 20 árum síðar — á snjallsímaöld — koma grifflingarnir sterkir inn aftur

  • Í nótt lét Albert (14m) eins og andsetin bestía á amfetamíni í 2,5 klst


    Í morgun fann ég þetta í eldhúsvaskinum


    Nú hummar Telma jólalög


    Þið sem hafið lesið Opinberunarbókina, hvað gerist aftur næst?

  • Ekki gleyma að sá sem ekki kýs afsalar sér réttinum til að rífa kjaft yfir ástandinu næstu fjögur árin

  • í hvert einasta andskotans skipti gleymi ég restinni og úr verður hrökkvaffla

    Hrökkvaffla
    Hrökkvaffla
  • Minning

    Fór forvitinn á fund hjá anarkistum sem vildu bjóða fram til þings Spurði hvort enginn sæi íroníuna.

    Aðal spurði hvort ég vildi sæti á lista