
Sandra teiknaði mynd
Sandra teiknaði mynd
Í gær: Albert lærði að velta sér á magann
Í dag:
Þá er 2017 gengið í garð og hér í sveitinni byrjar það með látum!
Albert útskrifaðist í gær úr stífum æfingabúðum þar sem farið var yfir grunnatriði þess að velta sér á kviðinn. Á ögurstundu, eftir að faðir hans hafði pískað hann áfram eins og pínulítinn kínverja í fimleikabúðum tókst honum loks að velta sér yfir á bumbuna. Svo skemmtilega vildi til að þetta var sirkabát 20 sekúndum eftir að faðir hans lagði frá sér (kvik)myndavélina þegar minniskortið fylltist.
Stelpurnar standa einnig í stórræðum, en þær fluttu búferlum. Nú býr Telma í efri koju en Sandra er flutt í þá neðri. Sandra vaknaði tvisvar í nótt og bar við erfiðleikum að aðlagast lífinu á nýja staðnum.
Fór með Telmu að kveðja gamla árið með látum. Reyndi að benda henni á norðurljósin, en henni var sléttsama
Gleðilegt nýtt ár!!
Sólarhringurinn frá því þú gubbar þartil þú verður þokkalega viss um að vera laus allra mála
Það hlaut að koma að því á endanum að einhver lækaði eitthvað hjá mér á Fb
Sit í vinnunni og hugsa um Viggó Viðutan milli þess að ég dotta
Hvert kvöld: Undirbý hafragraut ef ég skyldi vakna á undan stelpunum
Hver morgun: Dætur vakna 30 mín áður en vekjarinn pípir
Gekk ég yfir snjó og land og hitti þar einn gamlan mann …
Sandra
Ég á heima á morgnana, morgnana, morgnana
svo klæðir maður börnin sín í jólagjafir og les jólagjafir fyrir þá.
Bestu jólagjafirnar í ár voru þessi fallega þríhyrna frá Söndru, 6 ára, og tvær flugbeittar tennur frá 5 mánaða Albert
Rangheiður er uppáhalds innsláttarvillan mín