Tag: íslenska

  • Þegar ég greip bílinn hennar Hörpu þar sem hann rann af stað niður Egilsgötuna

  • Sandra stuggar aðeins við Telmu á leið út um dyrnar.

    Telma, grátandi: „Það á ekki að hrinda fólki! Hún var að hrinda fólki!“

  • Æðislegar buxur

    Ég veit að það lítur út eins og Sandra haldi á ljósmynd af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum, en (haldið ykkur fast!!) þetta er í raun og veru mynd sem Sandra teiknaði af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum

    PS: Nei, ég er ekki að tromma á ístruna, ég er auðvitað að benda á þessar æðislegu buxur

    PSS: Nei, ég á ekki svona nýjar og æðislegar buxur í alvörunni 🙁

  • Göngutúr

    Við Albert rákumst fyrir tilviljun á Svövu frænku þar sem við vorum í göngutúr í Breiðholtinu í morgun. Albert tók ekki annað í mál en að bjóða henni að verða okkur samferða.

    Nema hvað, það var kalt en mjög fallegt veður

    Kalt en fallegt
  • Það verður ekki af Will Ferrell tekið að vondu myndirnar hans eru gersamlega ömurlegar

  • Stóru málin í vinnunni: Klósettið með brotnu setunni sem klípur mann í rassinn, eða klósettið með lélega netinu?

  • 6 ára sýnir 5 ára hvernig á að nota brjóstapumpu

  • Að bíða eftir börnum í fimleikum er nógu slæmt án þess að það sé hræðileg lykt og ömurlegt netsamband


    Þetta er engin eff-orðs tilviljun! Stend við eff-orðs neyðarútgang og eff-orðs sambandið er ekkert eff-orðs skárra


    skemmtilegt nokk var tvít um þetta lélega netsamband rétt rúmar 10 mínútur að sendast

  • er eitthvað aumara en 6 mánaða gamalt barn með gubbupest?

  • Stelpurnar horfa á „Krakkaskaup fyrir fullorðna“ (Áramótaskaupið) í 7. skipti.

    Sandra (6 ára) er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir Telmu (5 ára eftir 20 daga)

  • Efforðið hvað mig langar að eiga eins kúl catchphrase og Dagur prins í Danna Tígri: „Búbbsí búbbsí bú!“

  • Börn spila Alias

    „Krakkar vilja fljúga með þessu!“

    Sandra náði því í þriðja giski: Teppi, að sjálfsögðu!


    „Rautt með stiga og maður keyrir“

    -Brunabíll!