Tag: íslenska

  • Drunk Mel Gibson Arrest Diorama

    Ég get ekki ímyndað mér hvað þarf að ganga á í hausnum á einhverjum til að svona verði að veruleika, en mér er líka alveg sama, þetta er svo kooooolsúrt, en ógeðslega fyndið.

    I truly can’t imagine what has to go through someone’s mind to result in this, but then again, I don’t care! This is sooooo weird, but ridiculously funny.

    Drunk Mel Gibson Arrest Diorama

    via:


    Sjá líka:

    Michael Jackson on Fire Diorama

  • Get ekki ímyndað mér verri örlög


    Sbr.
  • HÉR HEFUR ORÐIÐ FORSENDUBRESTUR

  • Svart eða hvítt eða já eða nei

    Albert: „Pabbi, eigum við að koma í svona leik þar sem má ekki segja svart eða hvítt eða já eða nei?“

    Pabbi: *annars hugar* „uml…já“

    A: „Æi, eða ég held ég nenni ekki í svona leik“

    P: …

    A: „Pabbi?“

    P: „Já?“

    A: „ÞÚ TAPAÐIR! ÉG VAR AÐ PLATA!!!“

  • pvo

    Ég pvæ allan minn pvott í

  • Goggunarröð

    „Húgó! Nei, Albert! Nei þú!“

    Þegar þú kemst óvart að því hvar þú ert í skammi-goggunarröðinni hjá eiginkonunni

  • Það gleður mig að verði ég einhvern tíma á þeim stað að vilja kaupa fiskiskip er síminn minn til reiðu búinn

  • Get out of jail free card fyrir allt milli himins og jarðar:

    Ég get það ekki, af trúarlegum ástæðum

  • Í alvörunni

    Albert: „Heldurðu að þetta líf sé í alvörunni?“
    Pabbi: „Líf? Hvaða líf?“
    A: „Lífið þitt. Sem þú lifir“
    P: „Ööööö, já ég vona það. En þitt líf, er það í alvörunni?“
    A: „Ég veit ekki, kannski er ég að dreyma“
    A: ?? „Eða nei, ég tala aldrei þegar ég er að dreyma“

  • Jarðskjálfti

    Þetta er nýtt!

    Kom nánast um leið og skjálftinn

    Og skjálftinn endaði í 5.5!

    Uppfært:

    Þau fá upplýsingar úr símunum ??

    https://support.google.com/android/answer/9319337?hl=en#Get_earthquake_alerts_Android

  • Á klósettinu

    Albert á klósettinu
    Pabbi: „Ertu að pissa eða kúka?“
    Albert: *beygir sig niður og tékkar* „Sé ekki!“