Tag: íslenska

  • Tígulegt

    Það er ekki mjög tígulegt þegar hávaxinn maður í yfirvigt, á rauðum naríum einum fata og með svakalegar harðsperrur stígur á Lego kubb

  • Þegar dæturnar hafa ekkert vakið þig alla nóttina og þú ert að spá í að athuga hvort þær séu enn með púls, en það bara svooooo gott prófa 1x að sofa

  • Puð

    Eru til verri örlög en að puða og puða og puða og puða við að skræla kartöflu til þess eins að komast að því að hún sé skemmd í gegn?

  • Er það minn eða þinn sólhattur?

    Er það minn eða þinn sólhattur?

    Er það minn, eð’er það þinn?

    Er það minn eða þinn sólhattur?

    Sólhattur
  • Hlaup

    Við „hlupum“ Lettland

    Við hlupum leið sem teiknaði útlínur Lettlands
    Lettland í Árbænum
  • Ill meðferð

    ill meðferð á tuskudýrum

    ill meðferð á tuskudýrum
  • Björn

    Mannanafnanefnd hefur samþykkt 40 karlmannsnöfn sem innihalda „björn“

    40 Birnir
    40 Birnir

    uppgötvaðist við vinnslu á epísku gríni um að Ástjörn væri besti Jörninn


    Uppáhalds

    • Árbjörn
    • Ástbjörn
    • Freybjörn
    • Herbjörn
    • Marbjörn
    • Styrbjörn
    • Valbjörn
    • Vébjörn
    • Þjóðbjörn
    • Ísbjörn (ÞÚ MEINAR HVÍTABJÖRN!?!)
  • Barn: Vaknar 5.38: „Geeet ekki sooofið“

    Líka barn: Tekur 18 grát- og frekjuköst áður en það mætir á leikskólann 2 tímum síðar

  • VELKOmin

    Er einhver með símanúmerið hjá markaðsstjóra ELKO? Þarf að tala við hann út af sottlu



    Uppfært!

  • Frábært í garðinn þinn!

    …ef þú hatar nágrannana

  • Auður II

    Í Bauhaus er hægt að fá þennan forláta blómapott.

    Hentar sérlega vel fyrir afleggjara af Auði II

  • Fuglamjólk!