Gleymdi næstum!
Við Albert príluðum upp á Úlfarsfell í gær
(Fyrir áhugasama má geta þess að það eru nákvæmlega 346 þrep á leiðinni upp frá Skarhólabraut)







Gleymdi næstum!
Við Albert príluðum upp á Úlfarsfell í gær
(Fyrir áhugasama má geta þess að það eru nákvæmlega 346 þrep á leiðinni upp frá Skarhólabraut)
Sumir segja að þegar maður sé kominn á vissan aldur sé það eina sem sé verra en að eiga afmæli sé að eiga ekki afmæli.
Ég skil ekkert hvað sumir eru að tala um því það er stórkostlegt að fá svona heimalagaða kveðju frá litlu fólki sem þú tókst þátt í að búa til
Gamla settið dröslaðist með Húgó upp á Akrafjall í gær og gægðist heim
Albert les fyrir pabba Einn tveir og Kormákur.
Kormákur getur ekki talið suma hluti, því þeir eru óteljandi og hann kann ekki allar tölurnar
Albert: „Ég get talið allt! Ég bý bara til tölurnar!“
Hundrað og tíu börn í skólanum en þið fáið því miður engin verðlaun fyrir að giska á hvers sonur datt í Atlantshafið í dag
Eftir að ræða þetta betur við hann sýnist mér sem það hræðilegasta við þetta hafi verið að heyra skvampið þegar hann gekk í burtu. Hann panikkaði því hann hélt að það hefðu komist marglyttur í stígvélin
Albert: „Pabbi, einn er lítið!“
Pabbi: „Já“
A: „En milljón er mikið!“
P: „Já, milljón er mjög mikið!“
A: „En … hvar byrjar mikið?“
Uppfært:
Uppfært 8. október:
…og Vísindavefurinn svaraði
Hér má lesa allt svarið:
Albert: „Það er gott að vera lítill krakki!“
Pabbi: *bráðn*
A: „Ég er glaður að þú ert pabbi minn…“
P: *BRÁÐN!!*
A: „…af því að þú leyfir mér alla hlutina“
„Af hverju er ég ég?“
-sex ára heimspekingur
Af hverju er ég ég?
Sex ára heimspekingurinn sonur minn
Ég hafði mínar efasemdir um að áhugi Alberts, 6 ára, á perlum væri einlægur, en svo…