Þessi ungi maður má ekki sjá bíl eða farartæki án þess að skoða nánar

Þessi ungi maður má ekki sjá bíl eða farartæki án þess að skoða nánar
Þegar þú ert búinn að vera 4 daga að hengja upp fulla þvottavél af barnafötum til þess eins að Albert hendi því öllu í gólfið
Í nótt fengum við endanlega staðfestingu á því að Ugla er vita gagnslaus þegar kemur að vörnum gegn innbrotum.
Ég heyrði þrusk um kl 4 í nótt og kíkti fram. Ég sá ekkert í myrkrinu í fljótu bragði, en fannst undarlegt hvað Ugla horfði illum augum á eitthvað undir eldhúsborðinu.
Ojú, þar glitti í tvær óboðnar glyrnur og fór ófétið strax að maula á matnum hennar Uglu fyrst ég var búinn að góma hann hvort eð er.
Ég fylgdi innbrotsþjófinum til dyra (ehh, til glugga) með lágstemmdum óbótaskömmum og skammaði Uglu fyrir gunguskapinn. Það er algjört lágmark að hvæsa á óboðna gesti eða hlaupa vælandi í burtu.
Þegar þú ert á prívatinu og heyrir á fagnaðarlátum nágrannans að Ísland var að skora
bíð og chilla með Dóru
Þegar þú ert svo þreyttur að yfir myndabók með guttanum geturðu ómögulega munað hvað gíraffi heitir
„Tré. Og tveir hestar sem eiga einhyrning.“
Pizzagerðarmaður/pabbi: „Veistu nokkuð hvar kökukeflið gæti verið?“ Mamma: „Tja, hefurðu prófað baðherbergið — skiptiborðið?“
Pizzagerðarmaður/pabbi: „Veistu nokkuð hvar kökukeflið gæti verið?“
Mamma: „Tja, hefurðu prófað baðherbergið — skiptiborðið?“
We took the kids to the Whales of Iceland museum
unglingsárin eru erfiðustu sárin
Leggjum af stað í 20 km ferðalag.
Barn: „Ég ætla að mæla hvað við erum lengi.“
Pabbi: „Frábær hugmynd!“
Barn: „1, 2, 3 …“