Tag: íslenska

  • Kominn á leiðarenda, en finnst þetta svo mikil sóun. Er að spá í að fara lengra

  • Pabbi: „Nei sko, sérðu tunglið! Er það ekki eins og einhver bókstafur?“

    Albert, 5 ára ?: „Nei!“

    Pabbi: „Nú? Er það ekki eins og D?“

    Albert ?: „Nei! Það er ekkert gat!“

  • Rannsóknir sýna að jafnvel heimsklassa íþróttamenn hafa ekki úthald í að halda í við tveggja ára barn í heilan dag

    Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort vansvefta feitabolla á miðjum aldri á einhvern séns

  • Albert (16 mán) við morgunverðarborðið. Höfuðið breytist í munn og það kemur eitt frekjulegt gaaaargh!

  • Þekkir einhver einhvern hjá Sjónvarpi Símans eða MS?

    Þau eru hætt að svara í símtölum og tölvupóstum frá mér um frábæra skemmtiþáttinn Smjörskyldan

  • Þingvellir

  • Börnin mín: Vekjum pabba sautján sinnum í nótt!

    Líka börnin mín, kl 6.23: „Pabbi, hvenær kemur dagur?“

    Líka líka börnin mín: „Ertu eitthvað þreyttur og pirraður í dag, pabbi?“

  • Að hengja upp þvott: ? 3-6 mín.

    Að hengja upp þvott með dyggri aðstoð eins árs hjálparhellu: ? 30-60 mín.

  • Sigurviss bæjarstjóri í Hvolpasveit er eins og Bjarni Ben: Það skiptir engu máli hvað hann gerir af sér, í næstu viku láta allir eins og ekkert sé.

  • Besti vörðurinn?

    • Næturvörður
    • Laganna vörður
    • Húsvörður
    • Hársvörður

  • Í gærkvöldi kom upp í umræðum að einu sinni hefðu fæðst áttburar.

    Sandra í morgun: „Ef þú eignast átta börn, færðu þá átta brjóst?“

  • Ég við dætur mínar: (5 & 7 ára) „Úff! Ég held þið tvær séuð frekustu börn í heimi!“

    Sonur (1,34 ára): „Heyrðu gamli, haltu aðeins á bjórnum mínum“