Tag: íslenska

  • Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni.

    5 mínútur. Ekkert hljóð.

    Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi.

    Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“

  • Sól

    „Sól sól skeina mig!“

  • Þegar þú kemur að syninum (18mán) maulandi eitthvað sem hann virðist hafa fundið á eldhúsgólfinu og reynir að rifja upp hvenær þú ryksugaðir síðast og reynir svo að muna hvaða ár er núna

  • Bammbarammbarammbamm

    Telma, nær 6 ára syngur: „Bammbarammbarammbamm þett’er hægt“

    Pabbi: „Humm … á ekki að segja Bammbarammbarammbamm þett’er hann?“

    Telma: „Nahauts, Bryndís og Margrét segja alltaf hægt! Og þú hefur sko aldrei heyrt þetta lag! Þú varst sko ekkert í útiveru í leikskólanum í dag!“


    Nokkrum mínútum síðar er hún gapandi að horfa á textavideóið


  • Emil

    Þegar þarf að sækja börnin snemma í skóla og leikskóla vegna veðurs er gott að horfa á smá Emil

  • Sjö ára stúlka við Boga Ágústsson: „Átta músagildrur?“

    Pabbi hækkar í sjónvarpinu: „Ég held hann hafi sagt átta umsækjendur“

  • Þegar börnin fara allt of seint að sofa af því þú getur ekki hætt að lesa

  • Fegurstu orð íslenskrar tungu eru „Boð um leikskóladvöl“

  • Sandra og Telma hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á prívatið:

    Klósettið er laust:
    – Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið

    Ég er á klósettinu:
    – EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!

  • Salerni

    Dætur mínar hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á salernið:

    Klósettið er laust: „Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið“

    Ég er á klósettinu: „EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!“

  • „Hvar er regnhlífin, í Guðna bænum?!“