Tag: íslenska

  • Heimilislaus róni

    Pro tip: Ef þú gengur um með hár eins og heimilislaus róni í 2-3 mánuði mun ólíklegasta fólk segja eitthvað fallegt þegar þú loksins ferð í klippingu

  • Ljót orð

    Sandra (7 ára): „X er búinn að skrifa öll ljótu orðin í pennaveskið sitt! Hann skrifaði bitsj, fokk og sjett!“

    Pabbi: „Jedúddamía!“

    Telma (6 ára): „En hvað er bitsj?“

    P: „Ööööö … svona vond pía“

  • Innkaupakerran

    Innkaupakerran sem bjargaði deginum

  • Ekkert fær stöðvað

    „Ekkert fær stöðvað Prumpu-Söndru!“

    -7 ára dóttir mín, einmitt þegar ég hélt ég gæti ekki elskað börnin mín meira

  • Sandra veltist um gólfið af hlátri þegar Heimilistónar byrjuðu „Fyndnasta lag í heimi“

  • Fyrsti bjórinn

    Hvernig er það, er félagslega samþykkt að opna fyrsta bjórinn þó ekki öll börnin séu mætt í afmælið?

  • Hundrað ára

    S/o á hundrað ára gamla karlinn í Krónunni sem var að kaupa banana, sushibakka, kók og súran hval

  • Píla: „Vá! Ég var mörg ár að læra þetta!“

    Hmmm, hvað eru þessir „hvolpar“ eiginlega gamlir?!?

  • Gulrófa

    Mér finnst alltaf jafn fyndið að á ensku heitir gulrófa bara í alvörunni rutabaga

  • Akkúrat núna langar mig að vera á tónleikum með þeim (og helst 20 ára)

    Hey Heartbreaker
  • Tannbursti

    Gleymdi símanum þegar ég fór á prívatið fyrir háttinn, svo ég þurfti að hugsa meðan ég burstaði tennurnar. Bíddu, hvað var það aftur sem Ance sagði áður en hún fór að sofa? Eitthvað um tannbursta?

    Já, nú man ég! *spýta!* Albert var að leika sér með tannbursta! Leika sér með tannbursta, minn bursta … í klósettinu …

  • Hvaða lag?

    Sandra: ??

    Telma: ??

    S: „Hvaða lag ertu að syngja?“

    T: „Sama og þú“

    S: ?

    T: „…en ég kann það ekki…“