Tag: íslenska

  • Þegar litríkustu sokkarnir sem þú átt eru jólasokkar

  • siggimus frægur

    Topp 3 siggimus frægur. #3:

    siggimus (12 ára) og félagar halda tombólu

    Sjá á timarit.is


    Topp 3 siggimus frægur. #2:

    siggimus (16 ára) þýðir „Hina umbreyttu“ (e. Transformers)

    Hinir umbreyttu. Transformers. Teiknimynd. Þýðandi Sigurður Þór Jóhannesson. Sunbow Productions

    Sjá á timarit.is


    Topp 3 siggimus frægur. #1:

    siggimus (46): tvítar um fíl

    (þessi hlekkur er dauður, sem er kannski fyrir bestu…)

    https://www.nutiminn.is/husdyragardurinn-leigir-ut-costco-filinn-erum-ekkert-vodalega-hrifnir-af-thvi-ad-lana-hann/


    Topp 3 siggimus frægur. #1a:

    (fyrst hinn hlekkurinn er dauður kemur bara nýtt)

    siggimus (6 ára – næstum 7!!): Með mömmu sinni í buxunum hennar mömmu

    Sjá á timarit.is

  • Í Húsdýragarðinum, pt. iii

    Hann hefur verið hressari blessaður


    https://siggimus.com/siggimus/2023/05/20/fill-2
    Enn af ævintýrum fílsins
  • Fíll


    https://siggimus.com/siggimus/2023/05/20/i-husdyragardinum-pt-iii/
    Enn af ævintýrum fílsins
  • Skeið

    Ef myndin prentast vel má sjá SKEIÐ.

    Þessi skeið er ætluð börnum Barbíjar, og ágæt til síns brúks, en það er 60% starf að passa að þetta helvíti týnist ekki eða endi í ryksugunni

  • Boðskort

    *ding dong!*

    *börn skríkja. tiplandi fætur*

    Einhver: „mumli mumli mumli muml“

    Börnin mín: „Pabbi minn er á klósettinu! Hann er að kúka!“

    Einhver: „Ööööö, allt í lagi. viltu gefa honum þetta boðskort“

  • Til öryggis

    Dóttir mín er talgalla og getur ekki sagt „til öryggis“

    Hún segir sitt á hvað „til öryggissis“ eða „til örysiggis“

  • Vindurinn

    Pabbi: „Skautaðu eins og vindurinn!“

    Telma: „Nahhauts! Ég ætla sko ekkert að skauta eins og vindurinn!“

  • Kominn hálfa leið í Kópavog þegar síminn drapst og með honum upplýsingar um áfangastað, leiðbeiningar um hvernig komast ætti þangað og leiðir til að láta vita eða biðja um hjálp.

    Mætti örfáum mínútum of seint

    Feeling:

  • Pabbabrandarar

    Börnin heimtuðu að ég semdi brandara;

    Einu sinni var hús sem fór í búð og keypti skyr.

    Afgreiðslustúlka: „Viltu poka?“

    Hús: „Neinei, ég set þetta bara í ísskápinn!“

    siggi mús

    Tókst á endanum að semja annan (undir gríðarlegum þrýstingi):

    Einu sinni voru 67, 83 & 99 að leika sér. Þá kom 4 og spurði hvort hann mætti vera með.

    „Nahhauts! Þú ert allt of lítill!“

    siggi mús
  • Skvissí

    Þökk sé nasískum vinnubrögðum (ehem*) starfsfólks leikskóla dóttur minnar, fékk þessi hressi „skvissí“ að fylgja mér í vinnuna

    *ekki hennar orðalag, hún er 6 ára

  • Grjónagrautur í kvöldmat

    Börn: *1 tsk af kanilsykri út á fulla skál*

    Pabbi: „Jedúddamía! Þetta er allt allt of mikið!“

    Skömmu síðar…

    Pabbi: *tékkar hvort einhver er að horfa … Hálf skál af graut, hálf skál af kanilsykri* „Bara öööörlítið meiri sykur“