Tag: íslenska

  • Palli

    Sex ára horfir á Palli var einn í heiminum: „Ef ég væri ein í heiminum myndi ég taka allt dót sem ég vil. En samt bursta tennurnar og sofa“

  • Zamboni

    Það mætti rukka góðan pening fyrir að leyfa fólki að keyra þennan

  • Ég er glaðasta glaðasta glaðasta sulta í heimi

  • Pabbi!

    „Pabbi!“

    -naðra sem ég hef í 21 mánuð alið við brjóst mér og kallað son

  • Hrekkjusvín

    Finnst þér ekki skrýtið
    að einn góðan dag
    Hittir þú á þann sem þú elskar?
    Ætl’að verð’á morgun, eða kannski í dag?
    Ætli það sé þessi sem þú hatar?
    Ætl’ann eiga heim’í blokk?
    Eða út’á Nesi?
    Hjartað í þér fer á brokk!
    Gobbedí gobbedí gobbedí gobbedí gobbedí gobbedí gobbedí gúúúú

    Hrekkjusvín
  • Öskra eða hrósa

    Veit ekki hvort ég á að öskra á Söndru fyrir að skemma eldhúsborðið eða hrósa henni fyrir hvað þetta er flott

    Sandra teiknar á borð
  • Menntun

    Sandra sér til þess að börn Barbíjar fái menntun við hæfi

    Ég átti ekki eldspýtustokk svo græn baun sýnir stærðarhlutföll

    Við sjáum fram á stóraukinn hagvöxt nú þegar er kominn nýr gjaldmiðill


  • Segðu það með plómum!

  • Verðlaun

    Þegar þú ert sjö ára og erfiðasta ákvörðun lífsins er hvaða verðlaun á að velja hjá tannlækninum

  • Ryksuga

    Eftir að ég keypti hljóðláta ryksugu grípur mig stundum nær óstjórnleg þörf fyrir að ryksuga eftir að öll fjölskyldan er sofnuð

  • Koja

    Það fylgir því mjög sérstök blanda af stolti, örvæntingu og uppgjöf að komast að því að 21 mánaða barn þitt er orðið nokkuð lunkið að klifra upp í efri kojuna

  • Kókómjólk

    „Veistu af hverju hann segir „Þú færð kraft úr kókómjólk“? Hann er að meina sykurinn”

    Sandra, sjö ára, með brennandi hot take á buffuðu kisuna