Tag: íslenska
-
Jútíper
Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“
-
hreindýr
Rakst á hreindýr á kvöldgöngu
-
Hanukkah
Ég: Jú, kynslóðin mín er fyrsta kynslóðin sem náði almennilega að fóta sig á netinu. Margir af eldri kynslóðum eiga fullt í fangi með þetta allt saman Líka ég: Breytti þemanu í FB Messenger spjallinu við konuna mína óvart í Hanukkah og var í tvo daga með Menorah sem þumal
-
Eina sem þú þarft að gera
Ef það væri hægt að filtera Fb til að fela allt sem inniheldur orðin „eina sem þú þarft að gera“ myndi feedið styttast um rúmlega helming
-
Jól
Miðaldra og væminn kall kominn í jólaskap
-
Stytta biðina
Þegar þú ferð með börnunum út í fótbolta á aðfangadag til hjálpa þeim að að stytta biðina, en endar svo á því að dúndra boltanum í smettið á dóttur þinni og brjóta gleraugun hennar
-
Matseðill
Fengum aðstoð frá Albert við að skrifa matseðilinn þessa vikuna
-
Jólakraftaverk
Sannkallað jólakraftaverk!
-
Bjúgnakrækir
Þegar Bjúgnakrækir gefur börnunum miða á Emil í skóinn og er svo hugulsamur að láta fylgja með miða fyrir pabba og mömmu Nú eru liðnir tveir dagar og börnin hafa enn ekki veitt því athygli að Bjúgnakrækir var m.a.s. svo hugulsamur að grafa upp fullt nafn pabba og láta prenta það á alla miðana PS:…
-
Veðurkvíði
Frá því þetta gerðist, í fyrstu rauðu viðvöruninni, hef ég þjáðst af e.k. veðurkvíða sem lýsir sér í því að ég fæ slæman kvíðahnút í magann þegar heyrist mikið í veðri. Gjarnan sef ég lítið og illa Í dag er aftur rok, og Ance fannst erfitt að horfa upp á mig svona svo hún ákvað…
-
Sem prófarkalesari og sérfræðingur í að reyna að spila við 6 ára barn get ég vottað: Engar villur hér
-
Hættu!
Albert og Sandra voru að tuskast á Albert fékk nóg: „Hættu“ Sandra hætti ekki. Albert: „Ég sagði hættu! Virðaðu það!“