Tag: íslenska

  • Fimmtíu milljón

    Sandra: „Ég skal borga þér fimmtíu milljón fyrir að kitla á mér bakið!“

    Albert: *hugsi* „Áttu fimmtíu milljón?“

    Albert: *kitlar*

    Albert: *hugsi* „Fimmtíu milljón hvað?“

  • Er Albert Albert?

    Sandra: „Mér líður soldið eins og Albert sé ekki Albert!“

    Albert: „Mér líka!“

  • Albert

    Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)

    Hundur: *hleypur um og borðar snjó*

    Börn: *hlaupa um og borða snjó*

    Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*

  • Sleeping Queens

    Klukkan er 7.13:

    Albert: „Pabbi, við ætlum að spila Sleeping Queens í dag. Af því að í draumnum mínum var ég að gráta af því þú vildir ekki spila við mig“

  • Jútíper

    Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi

    Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“

  • hreindýr

    Hreindýr

    Rakst á hreindýr á kvöldgöngu

  • Hanukkah

    Ég: Jú, kynslóðin mín er fyrsta kynslóðin sem náði almennilega að fóta sig á netinu. Margir af eldri kynslóðum eiga fullt í fangi með þetta allt saman

    Líka ég: Breytti þemanu í FB Messenger spjallinu við konuna mína óvart í Hanukkah og var í tvo daga með Menorah sem þumal

  • Eina sem þú þarft að gera

    Ef það væri hægt að filtera Fb til að fela allt sem inniheldur orðin „eina sem þú þarft að gera“ myndi feedið styttast um rúmlega helming

  • Jól

    Miðaldra og væminn kall kominn í jólaskap

  • Stytta biðina

    Þegar þú ferð með börnunum út í fótbolta á aðfangadag til hjálpa þeim að að stytta biðina, en endar svo á því að dúndra boltanum í smettið á dóttur þinni og brjóta gleraugun hennar

  • Matseðill

    HAKK SPAKITI
    PITSA

    Fengum aðstoð frá Albert við að skrifa matseðilinn þessa vikuna

  • Jólakraftaverk

    Sannkallað jólakraftaverk!


    Þegar kraftaverkið verður ekki